Norðurljósið - 01.01.1966, Page 82
82
N ORB URLJÓSIÐ
neitt, en lét hendur þeirra deyða sig. Síðan sagði
hann frá, hvernig Jesús, eftir að hafa legið þrjá
daga í kaldri, dimmri jörðinni, hefði risið upp úr
gröfinni og farið aftur til heimkynna sinna ofar
stjörnunum. Og þá gat mikli Indíánahöfðinginn ekki
lengur haft vald á sér.
Hann þaut fram úr skugganum, fleygði sér niður
á jörðina við fætur prédikarans og hrópaði með
andlitið niðri í laufinu á jörðinni:
„Stóri Indíánahöfðinginn gefur sjálfan sig Drottni
Jesú!“
Dásamlegi Jesús.
Dásamlegi Drottinn Jesús.
10. LITLU, SVÖRTU LÖMBIN TVÖ.
Sauðburðurinn er annatími í sveitunum. Það hefir
aldrei verið auðvelt að vera fjárhirðir. Líta þarf
eftir fénu úti við og gefa því fóður um gjafatímann.
Þá þarf líka að baða það. Síðar meir þarf að taka
af því ullina. Þá sýnast kindurnar berar í fjarska.
Um sauðburðinn þarf fjármaðurinn að líta eftir,
þegar litlu lömbin eru að fæðast, að móðir þeirra
geti fætt þau, og að þau komist á spenann. Stundum
kemur það samt fyrir, að litlu lömbin deyja. En
stundum lifa lömbin, en mamma þeirra deyr. Þá
eru þau munaðarlaus. Þá útvegar góður fjármaður
þeim aðra mömmu til að annast þau, varðveita þau
og næra þau, þangað til þau eru orðin stór.
Eg gleymi aldrei þeim degi, er ég með bónda
nokkrum stóð og horfði á tvö lítil lömb, sem léku
sér hjá móður sinni dauðri. Hún lá köld í hagan-
um. „Við verðum að finna aðra mömmu handa þess-
um lömbum,“ sagði bóndinn, „en fyrst verðum við
l