Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 83
norðurljósið
83
að handsama lömbin og fara með þau heim í hlýja
hlöðu.“ Við reyndum síðan að ná þeim. Við lædd-
umst svo hljóðlega að þeim í mjúku grasinu. En
ekki brást, að þau heyrðu til okkar og voru á andar-
taki horfin innan um hundrað önnur lömb. „Ég ætla
að vera hérna og gera hávaða,“ sagði bóndinn, „og
þú læðist hljóðlega aftan að þeim, meðan þau eru
að horfa á mig.“
En það gilti einu, hve hljóðlega við reyndum að
ná þeim. Þau voru rokin á brott, áður en við gátum
komið við þau. „Þetta er gagnslaust,“ sagði bónd-
inn. „Við fáum aldrei að vita, hver þau eru, ef við
rekum öll lömbin í einu inn í hlöðuna.“ Þá hló hann.
„Ha, ég veit, hvað ég á að gera,“ sagði hann. Hann
skildi mig eftir úti í haganum, meðan hann reið heim
til bæjarins.
Þegar hann kom aftur, hafði hann meðferðis —
það getið þið aldrei gizkað á — tvo litla bréfpoka
fulla af sóti úr reykháfnum á bænum. Hvað ætlaði
hann að gera?
„Ég var vanur að vera hittinn með bolta, þegar ég
var drengur,“ sagði hann. Síðan skreið hann svo
nærri lömbunum sem hann komst. Annar pokinn
hitti alveg annað lambið, en hinn sprakk á jörðinni
nálægt hinu lambinu, en bæði voru hulin af sóti.
Þegar við rákum öll lömbin inn í hlöðuna, var
auðvelt að þekkja þessi tvö svörtu lömb. Við náðum
varlega sótinu úr ullinni á þeim og gáfum þau gam-
alli á, sem misst hafði lambið sitt. Þau lögðust þétt
llpp að henni, og þá var allt í lagi.
Þegar við riðum heim að bænum, sagði Andrés,
einn af sonum bóndans: „Pabbi, hvers vegna hlupu
lömbin í burtu? Við vildurn ekkert annað en gera
þeim gott?“