Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 84
84
NORÐURLJÓSIÐ
Hvers vegna vilja mennirnir fara í burtu frá Guði,
sem elskar þá?
Hlauptu aldrei í burtu frá Jesú, góða birðinum.
Hann vill gera þér gott, ekkert annað!
11. LÍF FYRIR LÍF.
Allir þekktu bræðurna tvo, sem lijuggu saman í
litlu húsi uppi í hlíðinni. Bróðirinn eldri var góður
piltur og prúður, hreinskilinn og heiðarlegur, ráð-
vandur og hreinn. Hann var maður, sem þér gat
geðjazt að og þú treyst. Yngri pilturinn var ólíkur
honum, þótt hann væri líkur honum í sjón. Hann
átti sífellt í brösum, var eyðsluseggur, fjárhættu-
spilari, drakk oft og var alltaf auralaus.
Það var síðla eitt laugardagskvöld. Litla, franska
borgin var gengin til náða. Eldri bróðirinn, Jón, sat
heima við eldinn og las. Svo lét hann aftur bókina,
geispaði og teygði sig. Allt í einu heyrði hann, að
einhver korrt hlaupandi. Fótátakið færðist nær, hurð-
inni var fleygt opinni, og inn kom Pétur, óhreinn,
með galopin augun af skelfingu. Hendur hans voru
hlóði huldar, og það blettaði æ meir kápuna hans.
„Flýttu þér, Jón,“ hrópaði hann, „feldu mig.
Lögreglan er á hælum mér. Ég drap mann úti fyrir
veitingahúsinu. Eftir stutta stund munu þeir taka
mig, og ég mun deyja vegna morðsins. Við höfðum
báðir drukkið of mikið, hann sveik mig í spilum, og
ég drap hann.“
Festulega, en mjúklega, ýtti Jón bróður sínum inn
í bakherbergi, sagði honum að fara úr blóðblettuðu
fötunum og fara í staðinn í fötin, sem hann fyndi
þar. „Vertu kyrr hér, þangað til þú heyrir frá mér,“
sagði hann. „Þarna er nógur matur og vatn, en farðu
ekki út fyrr en ég segi.“