Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 85
NORÐURLJQSIÐ
85
Pétur lofaði þessu, en hann sá ekki, að Jón tók
blóðblettuðu fötin hans og klæddi sig í þau.
Þegar lögreglan barði á dyr, opnaði Jón fyrir
henni. Mennirnir hrópuðu: „Þetta er maðurinn,
sjáið þið, blóðið er enn á fötum hans.“ Þeir tóku
hann, þögulan og mótspyrnulausan, og fluttu hann
upp í kastalann á hæðinni.
Hann sagði ekki neitt, þegar yfirvaldið ákærði
hann. Réttlætinu var fljótt fullnægt í Frakklandi á
þeim dögum, og Jón var leiddur á brott til að bíða
aftöku næsta morgun.
I sama bili og byssur kastalans tilkynntu aftökuna
morguninn eftir, lét einn af varðmönnunum bréf inn
fyrir dyrnar á húsi bræðranna, og Pétur las þar,
hvað bróðir hans hafði gert fyrir hann.
„Eg gef líf mitt fyrir þig,“ stóð í bréfinu. „í fyrra-
málið verð ég deyddur fyrir glæp þinn. Eg fer og
ber klæðin, sem blettuð eru lilóði mannsins, sem þú
myrtir, en þú ert frjáls, klæddur hreinum fötum
mínum. Eins og ég hefi komið í staðinn fyrir þig,
vil ég, að þú komir í staðinn fyrir mig og, klæddur
fötunum mínum, lifir eins og ég mundi hafa lifað.“
Pétur hljóp til kastalans með bréfið, sem bróðir
hans hafði skrifað. „Sjáið þið ekki?“ hrópaði hann.
„Það er ég, sem hefi syndgað. Ég ætti að deyja, ekki
hann.“
„Það er of seint,“ sögðu þeir honum. „Aðeins einn
gat goldið þá skuld, og hún var greidd í dögun í
morgun. Þú ert frjáls. Farðu nú og lifðu hetra lífi.“
Fiskimaðurinn mikli, Pétur postuli, sagði: „Krist-
ur dó, réttlátur fyrir rangláta, til þess að hann gæti
leitt oss til Guðs.“ Og postulinn Páll ritaði: „Kristur
er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum
vorum.“ Það er satt, Jesús kom í staðinn fyrir okkur.