Norðurljósið - 01.01.1966, Side 86
86
NORÐURLJÓSIÐ
Hann kom í staðinn fyrir mig og dó fyrir mig. Hann
dó í staðinn fyrir mig, íklæddur fötum mínum, sem
blettuð voru af synd. Og nú, íklæddur réttlæti hans
verð ég að lifa fyrir hann. Þið þekkið líklega ekki
þetta sálmvers:
„Sem fórn í stað syndarans Drottinn dó,
hans dauði var fyrir mig.
Af heitum kærleika Drottinn dó,
hans dauði var fyrir mig.“
Þetta er það, sem Jesús gerði — eigum við ekki
öll að segja:
„Hve Jesú elska er heit og hrein,
og honum nú ég ann.
Því vil ég gera vilja hans
og vinna fyrir hann.“
Kristur dó fyrir okkur. — Kristur dó fyrir mig.
12. ÓSVIKIN APPELSÍNA.
Annars vegar við arininn gamla, þar sem skíð-
loguðu kol og viður, sat biskupinn. Hann sat djúpt
í stóra hægindastólnum. Andlit hans minnti á fallegt,
stórt epli — rautt, hnöttótt og skínandi.
Andspænis honum sat Jonni fremst á öðrum stór-
um hægindastól og dinglaði fótunum.
Jonni hafði mjög gott álit á sjálfum sér. Hann var
að hugsa um allt „góða“ fólkið, sem hann þekkti,
en taldi ekki með skemmtilega fólkið, — fólk eins
og unga sundmethafann, sem kenndi í sunnudaga-
skólanum, og dró aldrei dul á það, að hann væri
sannkristinn. Jonni sleppti aðstoðarprestinum, sem
var alveg ágætis náungi, og svo mömmu, sem —
jæja, þú veizt, hvernig mamma er.
Hann hugsaði ekki um þetta fólk, en beitti hugan-
um að herra Bull og gömlu frú Buttergrew og Rupert