Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 95
norðurljósið
95
leit upp til hans með nýrri lotningu, nýjum kærleika,
og laut hægt höfði. Honum fannst hann aftur heyra
litlu sígaunastúlkuna spyrja:
„Hvað þú hlýtur að elska hann mikið fyrir að
deyja fyrir þig?“
„Hvað þú hlýtur að elska hanti mikið fyrir að
deyja fyrir þig?“
16. GARÐUR KONUNGSINS.
Vilhjálmur nam staðar til að dást að stóra vagn-
inum, sem dreginn var af fjórum geysistórum hest-
um, sem komu hlaupandi hreyknir í áttina til hans.
Honum til undrunar nam vagninn staðar hjá honum
og svo snöggt, að vagnfjaðrirnar gengu upp og niður,
hestarnir vingsuðu töglunum, hristu makkana, og
aktygin glömruðu.
„Villi,“ kallaði rödd úr vagninum. Það var eitt-
hvað við þennan þýða, skipandi róm, sem kom Villa
til að svara með djúpri lotningu: „Já, herra.“
„Segðu: Já, yðar hátign,“ sagði ökumaðurinn.
„Veiztu ekki, við hvern þú ert að tala?“
„Það gerir ekkert til, Villi,“ sagði konungurinn.
„Eg vil, að þú stígir upp í vagninn til mín, því að
ég ætla að sýna þér eitthvað hérna lengra upp með
veginum.“
Villi klifraðist upp í vagninn og sat hikandi á
dúnmjúkum sessunum, er vagninn sveiflaðist áfram,
unz ekillinn sagði við hestana: „Stanz, fegurðar-
dísirnar mínar!“ Þeir námu staðar við litla hurð á
löngum vegg og stigu út úr vagninum. Konungur
opnaði dyrnar og rétti Villa lykilinn. Innan við
vegginn var yndisfagur garður.
„Ég vil, að þú lítir eftir þessum garði fyrir mig,
Villi. Vimi þú í honum, reyttu úr honum illgresið,