Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 97
NORÐURLJÓSIÐ
97
sviðu af tárum. Hvað mundi konungurinn segja,
þegar hann kæmi aftur? O, hver mundi verða til þess
að hjálpa honum að rækta aftur það, sem fagurt var,
handa konunginum?
„Eg vil gera það,“ sagði mild rödd, og það var
hljóðlega drepið á dyrnar. En svipdimmi maðurinn
var þar og greip harðlega í öxlina á Villa.
„Þú gerir það ekki,“ sagði hann. „Láttu hann ekki
koma inn. Haltu áfram að vinna.“
Aftur og aftur heyrði Villi hljóðlega drepið á
dyr. Aftur og aftur heyrði hann sagt: „Sjá, ég stend
við dyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og
lýkur upp dyrunum, mun ég fara inn til hans og búa
hjá honum og hann með mér.“
Villi þráði meir og meir að opna dyrnar, en harði
verkstjórinn hans var ávallt nærri til að hindra það,
þangað til eina nótt, að Villi tók á öllum sínum
kjarki og lauk upp dyrunum.
Um leið og vingjarnlegi gesturinn kom inn, hvarf
hinn maðurinn eins og svartur skuggi, og Villi minnt-
ist þess, sem hann hafði áður verið vanur að syngja.
Kæmi Jesú elska inn, út sig syndin dró
úr hjarta því, sem hreinsað er hreinna hvítum snjó.
Þessi nýi hjálpari hans varð líka herra hans. En hve
ólíkur var hann þeim, sem skemmt hafði svo garð-
inn hans. Nýi húsbóndinn vann með honum, eyddi
því og upprætti, sem andstyggilegt var í líferni hans,
og gróðursetti þar plöntur, sem báru yndisleg nöfn,
svo sem Elska, Gleði og Friður.
Villi lærði að elska þennan nýja herra sinn, hjálp-
ai'a og vin, og í sameiningu gerðu þeir garð kon-
ungsins að yndislegum stað. Þegar konungurinn kom
aftur, þótti honum svo vænt um þetta, að hann sagði
við Villa: „Gott, þú góði og trúi þjónn.“