Norðurljósið - 01.01.1966, Side 98
98
NORÐURLJÓSIÐ
Hjarta mitt getur líkst fallegum garði.
Þar spretta kærleikshugsanir, góð verk, falleg orð.
Það getur líkst haug með arfa og illgresi.
Þar vaxa ljótar hugsanir, vond verk og ljót orð.
Drottinn Jesús, gerðu hjarta mitt að fögrum garði.
Komdu þangað sjálfúr og vertu garðyrkjumaður
þar.
Jesús sagði: „Ef einhver heyrir raust mína og
lýkur upp dyrunum, mun ég fara inn til hans.“ Jesús
svíkur aldrei loforð sín. Hann langar til að hjálpa
þér nú.
17. BRENNDU HENDURNAR.
Þetta var ekki slökkviliðsæfing, heldur eldsvoði í
raun og veru. Drengjunum hafði verið komið út á
leikvöllinn. Þeir skemmtu sér vel við það, að horfa á
gamla skólann sinn brenna, þangað til allt í einu,
að lítið andlit sást þrýsta sér út að rúðunni. Andvarp
heyrðist frá mannfjöldanum.
„Nei, við getum ekki náð honum,“ mælti slökkvi-
liðsmaður við lítinn mann, sem henti á litla and-
litið við gluggann. „Við getum ekki náð honum.
Stigarnir loga.“
Litli maðurinn missti ekki kjarkinn. Hann gaf
ekki gaum aðvörunum mannanna, heldur fleygði sér
úr jakkanum, klifraði upp þakrennupípuna, þangað
til hann náði til gluggans, sem hann opnaði með
varkárni, meðan hann stóð ótryggt á syllunni utan
við gluggann, þrjátíu fet yfir jörð. Fyrst stökk dreng-
urinn og síðan hann ofan á stóran dúk, sem slökkvi-
liðsmenn héldu á milli sín handa þeim.
„Nú skal ég fylgja þér heim til pabha þíns,“ sagði
maðurinn. „Eg á hvorki mömmu eða pabba,“ sagði
drengurinn.