Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 102
102
NORÐURLJÓSIÐ
5) Drottinn Jesús sagði: j,Enginn getur séð Guðs ríki, nema
hann endurfæðist.“ Þótt Dávíð skáld Stefánsson leyfði sér í
„Gullna hliðinu“ að setja endurfæðingar laug innan dyra himna-
ríkis, J)á hefir Drottinn sett hana utan dyra þess. Maðurinn verð-
ur að endurfæðast, meðan hann lifir hér í heimi. Með því eina
móti geta örlög mannsins breytzt. Yið skulum því biðja um það,
að sem allra flestir menn, ættingjar okkar og vinir, öðlist þessa
dýrmætu reynslu, endurfæðingu fyrir trú á frelsarann Jesúm
Krást.
Þú segir: „Það. fylgir mikil ábyrgð því að túlka kenningar
Krists á einn einstrengingslegan hátt og segja þetta er rétti skiln-
ingurinn, allt annað er rangt. Allir menn eru háðir yfirsjónum
cg að einhverju takmörkum háðir.“
Þetta er auðvitað satt um ábyrgðina og takmarkanir skilnings
okkar og þekkingar. Þó er það að jafnaði svo, að þeir, sem búa
saman, hjón t. d., þekkjast betur en hinir, sem þekkja hvorn
annan af spurn, en ekki af sjón og samlífi. Því treysti ég betur
dómgreind manna og skilningi, sem veitt hafa Kristi viðtöku sem
írelsara sínum, hafa þekkt hann lengi og leitazt v.ið að gera vilja
hans, heldur en hinna, sem aldrei hafa öðlazt þá reynslu Miklu
betur munt þú þekkja konu þína en ég, þótt ég sæi hana sem
unglingur og stöku sinnum síðan. Lýsing þín á skapferli hennar
og háttum öllum yrði svo ósegjanlega miklu fyllri og réttari en
mín. Þeir þekkja Guð bezt, sem lifa með honum.
Eg tel mig hafa nokkurn rétt til að túlka biblíuna. Ég byrjaði
að lesa í henni á 8. ári. Þegar ég rita þetta eru að fullnast fimmtíu
ár, síðan ég sneri mér til Krists og veitti honum viðtöku sem
frelsara mínum. Þótt ég hafi ekki fylgt honum svo trúlega sem
skyldi, hefir honum þóknazt að hafa mig í þjónustu sinni og að
gefa mér — að minnsta kosti eitthvað af þeirri gáfu — að geta
skilið og kennt kenningar hans og heilagrar ritningar í heild. Ég
hefi undir höndum rit og ritsmíðar eftir suma af allra fremstu
þjónum Krists á síðustu öld og þessari, verk manna, sem viður-
kenndir voru eða eru sem fræðarar og leiðtogar innan kristn-
innar. Við verk þeirra get ég borið saman skilning minn á kenn-
ingum Krists og leiðrétt, ef ég sé, að skilningur minn er ekki
réttur. í þessu atriði: Bæn fyrir dánum, veit ég ekki til, að
nokkur þeirra hafi kennt á annan veg en ég geri.
Kaþólskir menn kenna, að bæn fyrir dauðum gagni mikið.
Kirkja þeirra gerir sér úr þessu gróðaveg. En hún leggur enga
áherzlu á afturhvarf og endurfæðing fyrir trú á Drottin Jesúm