Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 104
104
NORÐURLJÓSIÐ
eftir beztu getu, hvað réttast er og setja það fram. Ég vil vita,
hvað er rétt, og flytja það, sem er rétt.
Ég þakka þér svo fyrir bréf þitt, gott og vinsamlegt, og fyr.ir
það, að þú í lok þess biður mér fylgdar og leiðbeiningar Guðs.
Eg kveð þig svo með sálmversi, sem þú munt að líkindum þekkj a
og kunna. Mér var það dýrmæt bæn í æsku minni:
Þinn Andi, Guð minn, upp mig sífellt lýsi
með orði þínu, ljósi sannleikans.
I lífi og dauða það mér veginn vísi
til vors hins þráða, fyrirheitna lands.
Þú ritar: „Gamla testamentið get ég ekki lesið mér til sálu-
bótar, til þess er það of blandað Gyðinglegri þjóðtrú og Gyðing-
legri sagnfræði, sem ég get ekki séð, að kristnu fólki komi nokk-
urn hlut við, nema sem almennur fróðleikur.“
Þú ert ekki einn um þessa skoðun, því miður. Bæði hérlendis
og erlendis leggja margir litla virðing á gamla testamentið og
lesa það lítið eða ekkert. Menn, er slíkt gera, lyfta fólki lítt upp
á við til æðri, andlegs þroska.
Viljir þú fremur fylgja dæmi frelsarans okkar en þeirra manna,
þá muntu þurfa að endurskoða afstöðu þína. Hann las þessa bók,
gamla testamentið. Til hennar sótti hann vopn sín, þegar samtíð
hans deildi á hann og þegar Satan freistaði hans. Dánarorð hans
voru sótt í sálma Davíðs.
Svo var það Páll postul.i. Hann lagði með starfi sínu grund-
völl þeirrar kristilegu menningar, sem við njótum enn í dag.
Hann ritaði samverkamanni sínum, Tímóteusi, á þessa leið:
„Þú frá blautu barnsbeini þekkir heilagar ritningar, sem geta
veitt þér speki til sáluhjálpar fyrir trúna á Kristi Jesú.“
„Speki til sáluhj álpar“; er það ekki mikil sálubót að verða
sáluhólpinn? Hvert átti Tímóteus að sækja þessa speki? I heil-
agar ritningar. Hvaða ritningar nefnir Páll því nafni? Rit gamla
testamentisins. Nýja testamentið var þá ekki til, þegar Tímóteus
var að alast upp sem barn við kné móður og ömmu sinnar, sem
kenndu honum rit forfeðra sinna. Faðir hans var grískur maður,
og ekki hefði Páll kallað rit forfeðra hans, heiðinna manna,
heilög rit.
Páll nam þó ekki staðar við þetta. Hann bætti því við, að