Norðurljósið - 01.01.1966, Side 106
106
NORÐURLJÓSIÐ
Útlendi læknirinn Jesús
Meðan erlendir trúboðar máttu starfa í Kína, ferðuðust þeir
um landið. Þeir skildu þá eftir rit og prentaða kafla úr ritning-
unni. Þannig yar eintak af guðspjalli Lúkasar skilið eftir í mat-
söluhúsi, þar sem kristnáboðar komu inn og fengu sér te.
Skömmu eftir brottför þeirra kom kínverskur læknir inn í
matsöluhúsið, sá bókina og las þar, að Jesús hastaði á sótthita,
læknaði sjúka, og vakti hinn dána til lífsins aftur. Hann sagði
við eiganda matsölunnar: „Ertu v.iss um, að rauðhærðu útlend-
ingarnir hafi skilið þetta eftir? Hér segir frá einhverjum Jesú,
sem hlýtur að hafa verið læknir. En ég hefi aldrei heyrt um lækni,
sem gat gert það, sem þessi maður gerði.“ „Já,“ sagði vinur
hans. „Rauðhærðu mennirnir hafa verið hér í grenndinni allan
daginn, og þeir eiga heima í borg, sem er 30 mílur héðan.“ „Þá
fer ég þangað,“ svaraði læknirinn, „til þess að spyrjast betur
fyrir um þennan útlenda lækni, Jesú.“
Læknirinn kom skömmu síðar til F. kristniboða og tók upp
Lúkasar guðspjall og mælti: „Mig langar til að vita, hvort þess-
ar sögur af Jesú eru sannar. Ég er nokkuð góður læknir sjálfur,
en ég get ekki gert neitt líkt þessu, og ég hefi aldrei heyrt um
nokkurn annan, sem gæti það.“ Kristniboðinn settist þá niður,
og þolinmóðlega kenndi hann námfúsum áheyranda um hjálp-
ræði Guðs fyrir trú á Jesúm. Við þetta fyrsta samtal gaf læknir-
inn, sem hét Leh Tung-chen, hjarta $itt Kristi og veitti honum
viðtöku sem frelsara sínum.
Hann fór þegar í stað að bera vitni um Krist heima í þorpi
sínu. Hann heimsótti oft F. kristniboða í Tienlai. Honum þótti
mjög vænt um að sitja í strætis-kapellunni og lesa upphátt fyrir
mannfjöldann, er safnaðist umhverfis. Hann hafði áður lesið
úr ritum Konfúsíusar fyrir fólkið, og það safnaðist umhverfis
hann til að hlusta. Nú notaði hann gáfur sínar til að lesa og skýra
ritningarnar. Hann mætti fyrirlitningu og hatri af hálfu þorps-
búa, en bar það vegna Krists með þolinmæði.
r ■' - Eldsvoðinn.-«. '
í kínverskum sveitum, langt uppi í landi, voru engin tæki til
að berjast við eldinn. Þegar eldsvoða bar að höndum, fór fólkið
að ákalla skurðgoð sín og bar þau jafnvel úr musterunum út
p götur til að biðja til þeirra um hjálp í nærveru eldsins. Þannig
fór, þegar eldsvoða bar að í þorpi kínverska læknisins. Húsin