Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 107
NORÐURLJÓSIÐ
107
stóðu í loga, og fólkið var með hávaða og að berja í höfuð sér
frammi fyrif goðunum, efl ón árangurs. Tortímingin h’élt áfram,
og. vindurinn beindi bálinu í áttina að húsi Lehs læknis.
Samkvæmt gamalli siðvenju, að biðja opinberlega, er ógæfu
bar að höndum, kom hinn kristni maður út úr húsi sínu, féll á
kné frammi fyrir æstum mannfjöldanum og bað Guð að frelsa
og vernda sig og heimili sitt. Karlmennirnir sumir tróðu hann
fótum og spörkuðu í hann harkalega og sögðu: „Hvað ert þú
að gera þarna? Við höfum hrópað til guða okkar, og geti þeir
ekki hjólpað okkur, heldur þú þá, að Guð útlendinganna geti
gert nokkuð til að bjarga okkur?“ En Guð heyrði og svaraði
bæn og helgaði nafn sitt i þessu heiðna þorpi. Meðan Leh var að
biðja, gerðist það, er ómögulegt virtist. Vindstaðan breyttist
skyndilega og blés eldinum burt frá húsi hans, þegar logarnir
voru nærri búnir að ná því. Til þessa dags stendur húsið og
íáeinar smábyggingar umhverfis það, þótt þorpið sé að öðru
leyti mest rústir einar.
Framkoma fólksins gagnvart þessum kristna manni gerbreytt-
íst við þetta; þó að það veitti ekki viðtöku fagnaðarerindinu,
sýndi það honum virðingu og breytti við hann vinsamlega.
Knstinn söfnuður myndaðist í héraðinu, en hafði aðsetur í
cðru þorpi. Komu þar saman um þrjátíu manns til að dýrka
Guð, og var það árangur trúfesti þessa manns. En hann var sjálf-
ur ávöxtur þess, er prentað guðspjall var skiLið eftir og Guð
beðinn að blessa það.
Er hann hafði í sjö ár borið skínandi vitnisburð um Drottin
sinn, fór gamli læknirinn burt úr þessum heimi til að „sjá kon-
unginn í ljóma sínum.“ Eriðsæll dauði hans .innsiglaði vitnis-
burð guðrækins lífernis hans.
F- kristniboði sagði.þessa sögu á bænasamkomu Kína-trú-
boðsins í Toronto.
(Þýtt úr: „/ Cried, He Answered. - Ég bað. Hann svaraði.)
„I angist minni kallaði ég á Ðrottin,
og til Guðs míns hrópaði ég;
í höll sinni heyrði hann raust mína,
og óp mitt barst til eyrna honum.“
(Sálm. 18. 6.)
-x-