Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 108
108
NORÐURLJÓSIÐ
Hugsanir vegna „Hugsað upphátt44
Þegar ég las í íslendingi 9. des. s.l. ritdóminn um „Hugsað
upphátt,“ bók Olafs Tryggvasonar — og ritdóm sr. Benjamíns í
„Degi“ um sömu bók, — fannst mér ég verða að kveðja mér
hljóðs. Fékk ég því bókina lánaða.
Bræður eru tveir, mikilsverðir báðir. Heitir annar sannleikur,
hinn kærleikur. Hvor um sig er kominn frá Guði. Guð er kærleik-
ur. Guð er sannleikur. Andi hans er Andi sannleikans. (Jóh. 14.
17.) Engin lygi getur komið frá sannleikanum. (1. Jóh. 2. 21.)
Mennirnar þarfnast sannleikans. Þeir þarfnast einnig kærleik-
ans. Annar þeirra nægir manninum ekki. Vanti manninn sann-
leika, fellur hann í villu. Skorti manninn kærleika, hafnar hann í
grimmd og miskunnarleysi.
Pílatus spurði forðum: „Hvað er sannleikur?“ Hann beið ekki
eftir svari. Hann hefði getað fengið svar. Jesús sagði kvöldið
áður, er hann bað fyrir lærisveinum sínum: „Helga þú þá með
sannleikanum; þitt orð er sannleikur.“ Samkvæmt orðum Jesú er
orð Guðs sannleikur. Jesús gat sagt: „Eg hefi talað til yðar sann-
leikann, sem ég heyrði hjá Guði.“ (Jóh. 8. 40.) I gamla testa-
mentinu er oftar en 2000 sinnum orð, sem gefa til kynna, að það
sem kemur á eftir þeim sé beinn boðskapur frá Guði. Guð talaði
við Móse munni til munns (4. Mós. 12. 8.) sömuleiðis Abra-
ham t. d.
I „Hugsað upphátt“ stendur samt á bls. 83: „Guð hefir aldrei
talað við mennina eins og maður talar við mann.“ Þekkir ekki
höf. biblíuna betur en þetta? Er það þess vegna, sem hann skrifar
eins og sá, sem vald hefir til að knésetja menn, t. d. Pál postula,
sem fluttu boðskap hennar?
„Kenningin um hið algerlega óverðskuldaða hjálpræði kemur
hvergi fram í guðspjöllunum,“ segir höf. á bls. 8. Ef þetta er satt,
hvað er þá Jesús að kenna, þegar hann sagði: „Manns-sonurinn
er ekki kominn til þess að láta þjóna sér, heldur til þess að þjóna
og til þess að leggja líf sitt í sölurnar sem lausnargjald fyrir
marga.“ (Matt. 20. 28.) Verðskulda syndugir menn, að Jesús
lagði lífið í sölurnar fyrir þá? Verðskulda vondir menn, að
góður maður, hvað þá sonur Guðs, deyi fyrir þá? Fjarstæða.
„Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn vorum í syndum vor-
um.“ (Róm. 5. 8.) Verðskuldaði ræninginn á krossinum, að
Jesús tæki hann sama daginn með sér í Paradís? Ekki voru góð-
verkin til að mæla með honum, heldur auðmjúkt, iðrandi hjarta,