Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 112
112
NORÐURLJÓSIÐ
Mesta þörf mín
Eftir JOHN HARPER, kennara við Emmaus biblíuskólann
í Oak Park, Bandaríkjunum.
Reynsla hjarta sjálfs mín og athugun mín á öðrum sannkristn-
um mönnum hafa sýnt mér, að einhver helzta orsök þeirrar ófrj ó-
semi, er á sér stað í kristilegri reynslu okkar, sé skortur á trygg-
lyndri elsku okkar til Jesú Krists. Sterkasta hvötin til kristilegrar
þjónustu er blátt áfram knýjandi, þrýstandi, sigrandi kærleikur
Krists sjálfs. (2 Kor. 5. 14, 15.)
Við höfum oftsinnis heyrt um kristniboða, er sneru heim eftir
fyrsta tímabil sitt á trúboðsakrinum, en fóru aldrei þangað aftur.
Hvers vegna? Oft var sú orsökin, að þeir fóru í fyrstu af stað,
hrærðir af samúð og meðaumkun til sálna í myrkri, fremur en af
trygglyndri elsku til Jesú Krists. Þegar mættu þeim erfiðleikar,
þegar þeir voru smánaðir og fyrirlitnir af þeim, sem þeir voru
komnir til að hjálpa, gátu þeir ekki staðizt það, og komu bugaðir
heim. Ekkert, alls ekki neitt, getur komið í stað kærleika Krists
til dýrmætra sálna, sem gróðursettur hefir verið í sálum okkar,
en vaxið upp af trygglyndri elsku til hans sjálfs. Þegar sá kær-
leikur tekur okkur tökum, verður engin byrði of þung að bera
Krists vegna, og ekkert megnar að snúa okkur frá því: að fylgja
honum sem fastast.
Það er mjög mikilvægt, að kenning vor sé rétt og heilbrigð.
En þess finnast sorgleg dæmi hjá réttrúnaðarstefnu nútímans,
þótt hryggilegt sé, að baráttan fyrir trúnni (Júd. 3.) fer fram
sem af þrætugirni, svo að sannleikurinn er ekki sagður í kær-
leika. (Efes. 4. 15.) Ef við elskum Krist af öllu hjarta og trygg-
lyndri elsku, mun það ekki bregðast, að við elskum bræður okkar
í Kristi. Megi Drottinn kenna okkur hverjum og einum þessa
grundvallarkenningu sjálfum sér til dýrðar. (Þýtt úr „ASK and
ye shall recieve. (Riðjið og þér munuð öðlast“), bænabréfi fyrrv.
nemenda Emmaus bi'blíuskólans. Des. 1957.)
---------x--------
Tvö af námskeiSum bréfadeildar Emrnaus bibliuskólans hafa verið
þýdd á íslenxku: ORDIÐ GUDS og BIBLÍUKENNINGAR. Hið fyrra ásamt
Jóhannesar guðspjalli er ókeypis. Hitt kostar 50 kr. Skrá yfir námskeið
skólans Á ENSKU fæst hjá ritstj. Nlj.