Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 114
114
NORÐURLJÓSIÐ
í tjaldinu. Sér til mikillar furðu sáu þau A. lögfmðing þar. Trú-
boðinn flutti ljómandi góða ræðu og hvatti síðan alla, sem ófrels-
aðir væru, að taka á móti Kristi sem frelsara sínum framan við
altarið. Fyrsti maðurinn, sem kom, var A. lögfræðingur, óvissu-
trúarmaðurinn. Einhver sagði trúboðanum frá, hver hann var,
og hann gekk til lögfræðingsins og ræddi við hann. Eftir fáeinar
mínútur stóðu þeir upp og gengu upp á ræðupallinn. Þá sagði
trúboðinn: „A. lögfræðingur, sem þið þekkið allir, hefir veitt
Kristi viðtöku sem frelsara sínum, og hann langar nú til að segja
ykkur frá því, hvað kom honum til þess.“
Lögfræðingurinn stóð þá upp og mælti: „Nágrannar, þið vitið
allir, að árum saman hefi ég verið samvizkusamur óvissutrúar-
maður og að ég hefi talað gegn biblíunni, af því að hún kenndi,
að til væri himnaríki eftir dauðann handa hinum góðu og helvíti
handa hinum óguðiegu. Jæja, fyrir þremur dögum heyrði ég,
að Jack Litli hálfviti hefði fengið trúna hérna, og þegar ég var á
leiðinni til að ná í vagninn, sá ég Jack koma gangandi til mín.
Eg stanzaði hann og sagði: „Jack, þeir segja mér, að þú hafir
fengið trúna í gærkvöldi.“ „Já, herra A. Hana fékk ég.“ „Jæja,
Jack, hefi ég ekki oft sagt þér, að hvorki himnaríki né helvíti
sé til?“ „Jú, herra A., það hefir þú gert, en í gærkvöldi var Guð
að tala við mig, og ég fór að hugsa sjálfur. Ég rökræddi á þessa
leið: ,Setjum svo, að það sé ekkert himnaríki og ekkert helvíti til,
þá líður mér ekkert ver en þér, herra A., þegar ég er dauður,
en sé himnaríki til og sé helvíti til, þá hefi ég tvennar líkur til
þess, að ég fari í himnaríki, en þú ekki nema einar til þess, að
þú farir þangað. En þú ferð áreiðanlega til helvítis; og, herra
A., ég er enginn bjáni.“ Þá gekk hann hratt á brott.“
Lögfræðingurinn sagði síðan frá því, hvernig Guð héfði notað
Jack hálfvita til að koma sér til að hugsa á þá lundj sem hann
hafði aldrei áður gert. Allan liðlangan daginn, nema þegar hann
var önnum kafinn að sinna skiptavinúm sínum, endurtók heilagur
Andi við hann þessi orð Jacks: ,Setjum svo, að það sé ekkert
himnaríki og ekkert helvíti til, þá líður mér ekkert ver en þér,
herra A., þegar ég er dauður. En sé himnaríki til og sé helvíti til,
þá hefi ég tvennar líkur til þess, að ég fari í himnaríki, en þú ekki
nema einar líkur til þess, að þú farir þangað. En þú fer áreiðan-
lega til helvítis, og herra A., ég er enginn bjáni.“ Guð vakti hann
hvað eftir annað á nóttunni, og þá heyrði hann eins og rödd
Jacks litla segja innra með sér: ,Setjum svo, að það sé ekkert
himnaríki og ekkert helvíti til, þá líður mér ekkert ver en þér,