Norðurljósið - 01.01.1966, Side 117
NORÐURLJÓSIÐ
117
Spurningin mikla
Hvernig réttlœtist syndugur maður fyrir Guði?
Um allan heim á öllum öldum hafa verið uppi menn, sem hafa
leitað að lausn þessa vandamáls. Margar ályktanir hafa birzt.
Heiðinginn vill á sinn hátt færa guðum sínum fórnir sem eiga
að friðþægja fyrir misgerð.ir hans, með óbreyttu líferni hans.
Hjá Israel kom þessi spurning fram: „Með hvað á ég að koma
fram fyrir Drottin; beygja mig fyrir Guði á hæðum? A ég að
koma fram fyrir hann með brennifórnir, með ársgamla kálfa?
Hefir Drottinn þóknun á þúsundum hrúta, á tíþúsundum olíu-
lækja? Á ég að fórna frumgetnum syni mínum fyrir misgjörð
mína, ávexti kviðar míns sem syndafórn sálar minnar?“ Biblían
svarar:
„Guð hefir sagt þér maður, hvað gott sé! Og hvað heimtar
Drottinn annað af þér en að gera rétt, ástunda kærleika og
ganga fram í lítillæti fyrir Guði þínum. (Míka. 6. kap. 6.—8.
vers).
Meðal játenda kristindómsins, gefa menn gjafir fyrir synda-
lausn sálar sinnar án þess að endurfæðing sálarinnar eigi sér
stað. Þeir vilja, að fórnargjöfin réttlæti sig fyrir Guði. Aðrir
álíta, að verk lögmálsins réttlæti þá, en það hefir enginn haldið
lögmálið fullkomlega nema frelsarinn Jesús Kristur. Biblían
segir: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ (Róm. 3.
23. v.).
Sé þessi aðíerð notuð til að þóknast Guði, er hún aðeins fálm
í myrkrinu. Postulinn Páll reyndi að réttlætast fyrir Guði með
því að halda lögmálið; samt varð hann seinna að iáta: „En með
því að vér höfðum sannreynt, að maðurinn réttlætist ekki af
lögmálsverkum, heldur fyrir trú á Jesúm Krist þá tókum vér líka
trúna á Krist Jesúm, til þess að vér réttlættumst af trúnni á Krist,
en ekki af lögmálsverkum.“ (Galatabr. 3. 16.)
Það er trúin á dauða hans í okkar stað, sem réttlætir okkur
fyrir Guði, eins og Biblían segir: „En Guð auðsýnlr kærleika
sinn til vor, þar sem Kristur er fyrir oss dáinn, meðan vér enn
vorum i syndum vorum. Miklu fremur munum vér þá nú, rétt-
lættir fyrir blóð hans, frelsaðir verða frá reiðinni fyrir hann.“
(Róm. 5. 8. 9.) Friðþægingin fyrir syndir okkar fór ekki fram,
meðan Kristur lá í jötunni, ekki heldur við fjallræðuna, heldur