Norðurljósið - 01.01.1966, Side 127
NORÐURLJÓSIÐ
127
Vísindaleg nákvæmni biblíunnar
Eftir dr. JOHN R. RICE.
„Ó, þér heimskir og tregir í hjarta að trúa öllu því, sem
spámennirnir hafa talað.“ Lúk. 24. 25.
Biblían er óskeikanlega rétt. í vísindum er hún rétt. f
mannkynssögunni er húft rétt og í sérhverju ööru efni, sem
hún ræðir um.
Bob Ingersoll (mikill vantrúarpostuli, þýð.) talaði 'um
„villur Móse“, og ég hefi heyrt jafnvel vini biblíunnar
segja: „Biblían er ekki vísindabók.“ En vantrúarmöftnum
og kjarklausum kristnum mönnum skjátlast báðum í þessu
máli. Biblían er vísindabók. Hún greinilega fæst við mörg
vísindaleg efni. Og hvenær sem biblían nefnir vísindaleg
efni, gerir hún það með algeru kennivaldi Guðs óskéikula
orðs. Guð bjó til heiminn, og Guð bjó til biblíuna. Þegar
því Guð talar í biblíunni um heiminri, sem hann bjó til,
segir hann nákvæman sannleika. Staðreyndin er, að biblían
er eina algerlega vísindálega bókin í heimi. Allar aðrar
bækur um visindi ganga að lokum úr g.ildi, verða á eftir
tímanum og ónákvæmar. En öld eftir öld finnur, að enn
er biblían óskeikanlega rétt.
Þegar Jesús hafði risið upp frá dauðum, gekk hann á
veginum til Emmaus, án þess að tveir syrgjandi lærisveinar
hans þekktu hann. Heyrið þessi orð frelsarans:
„Þá sagði hann við þá: ,Ó, þér heimskir og tregir í
hjarta að trúa öllu því, sem spámennirnir hafa talað! Atti
ekki Krislur að líða þetta og ganga inn í dýrð sína!? Og
hann bjrjaði á Móse og öllum spámönnunum og útlagði
í öllum ritningunum það, er hljóðaði um hann.“ Lúk.
24. 25.-27. ■ ' -
Jesús segir, að sá er heimskingi, sem hikar við að trúa
allr.i biblíunni, öllu því, sem spámennirnir hafa talað! Og
hann talar bér um allt gamla testamentið, byrjar á fitum
Móse, það er á 1. Mósebók. Auðvitað, það sem hann segir
hér, er jafnsatt um nýja testamentið. Samt sem áður ráðast
flestir óvinir biblíunnar fyrst á gamla testamentið. En
Jesús segir, að sá maður sé heimskingi, sem er tregur til
að trúa biblíunni.
Til að styrkja trú kristinna manna og til að sannfæra