Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 128
128
NORÐURLJÓSIÐ
hvern heiðarlegan efasemdamann, sem kann að lesa þetta,
gef ég dæmi um algeran, vísindalegan áreiðanleik biblí-
unnar. Eina ástæðan, hvers vegna einhver trúir ekki biblí-
unni, er sú, að hann hefir ekki heiðarlega rannsakað hana,
hefir ekki gefið orði Guðs tækifæri til að sanna sig sjálft
eins og það mun sannfæra sérhvert einlægt, Guði undir-
gefið hjarta, sem á skynsamlegan hátt rannsakar það.
1. Líf líkamans er í blóðinu. 3. Mós. 17. 11.
Biblían gefur hér nákvæmustu, ákveðnustu, stytztu stað-
hæfingu um gagn blóðsins í líkamanum, staðhæfing, sem
er algerlega vísindaleg. Vísindamenn hafa aldrei getað
komið fram með betri staðhæfing. En biblían bar fram
sína vísindalegu staðhæfingu fyrir hér um bil 3500 árum,
og vísindin hafa fyrst uppgötvað gagnsemi blóðsins á síð-
ustu 100 árum!
3. Mósebók 17. 11. segir:
„Því að líf líkamans er í blóðinu
3. Mósebók 17. 14. segir:
„Því að svo er um líf alls holds, að saman fer blóð og
líf, og fyrir því hefi ég sagt við Israelsmenn: ,Þér skuluð
ekki neyta blóðs úr nokkru holdi, því að líf sérhvers holds
er blóð þess.“
Og á undan þessu segir í 1. Mósebók 9. 4.:
„Aðeins hold, sem sálin (lífið, ensk þýðing. Orðið sál
á hebresku getur þýtt líf.) er í, skuiuð þér ekki eta.“
Lífið er í blóðinu!
Það er blóðið, sem framkvæmir alla lífsrás líkamans.
Það er blóðið, sem tekur súrefnið úr loftinu í lungunum
og flytur súrefni út um allan líkamann.
Það er blóðið, sem safnar í sig kolsýrunni og öðrum úr-
gangsefnum, og flytur þetta til lungnanna, þar sem því er
andað út úr líkamanum.
Það er blóðið, sem tekur í sig næringarefni úr fæðunni
í þörmunum og dreifir þeim til allra hluta líkamans.
Það er blóðið, sem veldur vexti, byggir nýjar frumur,
lætur bein og hold vaxa, safnar fitunni fyrir, býr til hár
og neglur. Það er blóðið, sem nærir öll líffæri líkamans
og heldur þeim uppi. Sé blóðið hindrað, svo að það kom-
ist ekki um handlegginn, byrjar hann þegar í stað að deyja
og rotna. Fái ekki hársvörðurinn nægilegt blóð, verður
höfuðið sköllótt.