Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 129
NORÐURLJÓSIÐ
129
Það er blóðið, sem gerir við líkamann. Blóðið getur
myndað nýtt bein og tengt brotin saman. Blóðið getur
lokað sárum og látið vaxa nýtt hold, nýtt hörund og jafnvel
nýjar taugar.
Það er blóðið, sem heyr stríð við sjúkdóma. Við vitum
nú, að hvítu blóðkornin eyða sýklum, og gröftur úr sári
er blátt áfram hvít blóðkorn, sem farizt hafa í baráttunni
við óvini líkamans. Líf líkamans er í blóðinu! Blóðið ann-
ast allan vöxt, alla næringu, allt viðhald, allt stríð við
óvini líkamans.
Eigi að gera líkamann ónæman gegn vissum sjúkdóm-
um, þá er það blóðið, sem verður að gera hann ónæman.
Ef sjúkdómur er að buga líkamann, þá er blóðgjöf oft
og tíðum eina lyfið.
Vissulega er biblían alveg vísindalega nákvæm, þegar
hún segir „Líf líkamans er í blóðinu.“
En mundu eftir því, að vísindamennirnir eru núna fyrst
að komast að þessu, þótt biblían hafi sagt þetta í 3500 ár!
Til dæmis, George Washington dó árið 1799. Þessi mesti
maður Ameríku, einn af mestu mikilmennum sögunnar,
lét sækja lækni til sín. Læknirinn tók honum þrisvar sinnum
blóð, og í síðasta skiptið tók hann meira en lítra af blóði!
Washington hefði getað náð sér upp úr þessum sjúkdómi,
ef hann hefði fengið að halda blóði sínu. En læknirinn,
vísindamaður sinna tíma, hafði enn ekki uppgötvað það,
sem biblían hafði verið að segja í margar aldir. Hann
vissi ekki, að hann var að tæma burt í fötu líf landsföður-
ins, þegar hann tók blóðið úr æðum Washingtons. í
heimsku sinni hélt hann, að flestir sjúkdómar stöfuðu af
of miklu blóði. Og yfirleitt voru allir vísindamenn sam-
tíðar hans sammála þessum vesalings lækni.
William Harvey hafði uppgötvað, að slagæðarnar inni-
héldu blóð í stað lofts árið 1628 og hélt, að hringrás blóðs-
ins ætti sér stað, en hafði ekki sannað það. Raunverulega
var ekkert kunnugt um, að blóðið viðheldur lífinu, fyrri
en nú á dögum.
Lister, sem fyrstur sannaði tilveru sýkla og kom af stað
sýklavörnum skurðlækninga nútímans, dó nýlega, árið
1912. Vísindamenn á dögum George Wash.ingtons vissu
ekki, að blóðið, sem er líf likamans, hlýtur að eyða sýklum.
Vísindamenn hafa numið margt á umliðinni öld, en þeir