Norðurljósið - 01.01.1966, Side 130
130
NORÐURLJÓSIÐ
hafa aldrei náð biblíunni. Biblían er algerlega vísindalega
nákvæm. Kenning vísindamannsins getur verið úr gildi
fallin eftir tíu ár, þó að hún sé kunngerð af húsaþökum í
dag. En orð Drottins stendur að eilífu. „Lögmál Drottins
er lýtalaust.“ (Sálm. 19. 8.).
Svo Jesús segir, að sá, sem seinn er að trúa biblíunni,
er heimskingi.
Vísindamenn eru aðeins að byrja að ná hinu óskeikula
orði Guðs í vísindaefnum. Ég hefi farið fram og aftur um
Bandaríkin árum saman. Frammi fyrir stórum skörum
áheyrenda, frá mörgum útvarpsstöðvum, hvað eftir annað
á prenti, hefi ég skorað á vantrúarmenn, fræga kennara í
menntaskólum og háskólum, að tilgreina eitt tilfelli, þar
sem sannað sé, að biblían sé vísindalega ónákvæm. Ekki
í eitt skipti hefir nokkur slíkur vantrúarmaður gengið fram
til að standa andspænis mér frammi fyrir bandarískum
áheyrendum til að sanna vísindalega ónákvæmni í biblí-
unni. Það er ekki unnt að gera það! Biblían er hið óskeik-
ula orð Guðs, algerlega áreiðanleg í vísindum sem í sögu
eða trúarbrögðum. (Kafli úr ritinu: Verbal Inspiration of
the Bible and its Scientific Accuracy. (Orðréttur innblástur
biblíunnar og vísindaleg nákvæmni hennar.)
Framhald, nœsta ár.
---------x--------
Hæli lyginnar
((Kafli úr ræðu eftir DR. R. A. TORREY. Sérhver maður,
hvort sem hann kallar sig kristinn eða ekki, ætti að lesa
það, sem dr. Torrey sagði, með athygli.
Texti: Haglhríð skal feykja burt hœli lyginnar. Jes. 28. 17.
Hið þriðja hæli lyginnar er Alsœlutrúin. Það eru margir
menn í hverri borg, sem segja, séu þeir spurðir, hvort þeir
ætli ekki að verða kristnir og hætta við syndir sínar: „Ó,
nei, ég vil ekki gera það; ég trúi á Guð, sem er kærleikur;
ég trúi á Guð, sem er of góður t.il að fyrirdæma nokkurn
mann. Maður þarf ekki að yfirgefa syndina til að taka á
móti Kristi. Guð er góður, og það er ekkert helvíti til.
Ætlar þú að segja mér, að Guð mundi leyfa, að helvíti
væri til; að góður Guð mundi fyrirdæma nokkurn mann?