Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 132
132
NORÐURLJÓSIÐ
ykkur. Ó, auvirðileiki þess; ó, fyrirlitlegt vanþakklæti
þess; ó, svarthj artabragur þess: að gera undursamlega elsku
Guðs, sem gaf Jesúm í dauðann á krossinum á Golgata, að
afsökun fyrir því, að syndga gegn honum!
Er Alsælutrú þín að gera þig að betri manni eða konu?
Ó, hve margir menn verða kærulausir, heimslegir, syndugir,
áhugalausir, af því að einhver hefir dælt í þá þessari ban-
vænu villu um eilífa von. Margir menn eru enn á lífi, sem
áður voru áhugasamir í þjónustu Guðs, en nú eru orðnir
áhugalausir um ástand hinna glötuðu, hinna heimslegu og
kærulausu, af því að þeir hafa lesið einhverjar bækur, sem
grafa undan eða reyna að grafa grundvöllinn undan kenn-
ingum Jesú og postulanna. Með hunangssætum orðum er
hin játandi kirkja að breiða út nú á dögum kenninguna um
eilífa von, sem er lygi úr heimkynnum djöflanna.
Mun þessi kenning standast prófið á dauðastundinni?
Oft gerir hún það ekki. Dr. Ichabod Spencer, einn af fær-
ustu og trúföslustu safnaðarhirðum í Bandaríkjunum,
segir frá því . . . að hann var kallaður til að finna ungan
mann, sem var að deyja. Kona hans og móðir voru í söfn-
uðinum, en ungi maðurinn ekki. Dr. Spencer fór að finna
hann og reyndi að leiða hann til Krists; en hann sneri sér
við og sagði: „Það er gagnslaust; ég hefi fengið mörg
tækifæri, en ég hefi ýtt þeim öllum frá mér, og ég er að
deyja og verð að fara bráðum. Það er gagnslaust að tala
nú við mig.“ Og hann var í miklum kvölum og sálarangist.
Faðir hans kom þá inn og heyrði hann tala og stynja
og hann sagði: „Drengurinn minn, það er engin ástæða
fyrir þig að taka þessu svona. Það er engin ástæða fyrir
þig að finnast þú vera svo vondur. Þú hefir ekki verið
vondur maður; þú hefir ekkert að óttast.“
Ungi maðurinn sneri sér við og sagði við föður sinn:
„Það er þér að kenna, að ég er hér. Ef ég hefði hlustað ó
mömmu, þegar hún reyndi að leiða mig til góðs lífernis,
í stað þess að hlusta á þig, þá væri ég ekki í þessari kreppu.
Mamma reyndi að fá mig til að fara í sunnudagaskóla og
til kirkju. Þú fórst með mig á fiskveiðar, dýraveiðar og
skemmtanir. Þú sagðir mér, að helvíti væri ekki til, og
ég trúði þér. Þú hefir táldregið mig allt að þessu andartaki,
pabbi, en þú getur ekki táldregið mig lengur. Ég er að
deyja, og ég fer til helvítis, og hlóð mitt hvílir á sál þinni.“