Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 135
NORÐURLJÓSIÐ
135
Bæn bjargar þjóð
Það er ekki almennt kunnugt, að Brazilía var nýlega
frelsuð af Drottni frá því, að kommúnistar næðu landinu
á sitt vald. Goulart varð forseti árið 1961, og kommúnistar
sáu, að þá væri tækifæri þeirra komið. Er.indrekar þeirra
fóru að koma, og herforingjar voru fluttir til. Hergögnum
var smyglað inn í landið, og skrá var gerð yfir leiðandi
borgara, lögreglumenn, prédikara og trúboða, sem átti að
útrýma, þegar kommúnistar hefðu náð fullum völdum.
Þá tók að vaxa andi lýðræðis, sem varð nógu sterkur
til að standa gegn kommúnismanum, þegar Goulart birti
i marz áform sín fyrir þúsundum verkamanna í Ríó. Ahuga-
samir kristnir menn telja, að straumhvörf hafi átt sér stað
frá 19. nóvember 1963, þegar mótmælendur í allri þjóð-
inni tóku sér dag til að auðmýkja sig fyrir Drottni með
bæn og föstu. Innan þriggja mánaða var Goulart flúinn,
og ábyrg stjórn var tekin við völdum. Afleiðing þessa er
sú, segir ein heimild, „að landið heldur áfram að vera alveg
opið fyrir fagnaðarerindi Drottins Jesú Krists,“ og fyrir
Brazilíu „er þetta dagur meiri tækifæra en nokkru sinni
fyrr.“
Það er sennilega satt, að lífgandi kraftur heilags Anda
hafi birzt meir í Brazilíu á síðustu árum en í nokkru öðru
landi í öllum heimi.
(Þýtt úr „The Flame,“ Englandi, marz—apríl 1965).
---------------------x--------
Fró Brazilíu.
Kona nokkur í Brazilíu gaf kaupsýslunianni nokkrum nýja testamenti.
Hann var mjög mikilsmetinn maður. Hún fékk að sjá kraft orðsins. Hann
las um fagnaðarerindið í sjúkrahúsi, og er sannkristinn maður hafði
leiðbeint honum, sagði hann, að hann mundi fylgja Kristi, hvernig svo
sem fjölskyldu hans litist á það. Annar maður, sem fékk nýja testamenti,
hafði reynt að fremja sjálfsmorð. Hann hafði dansað dag og nótt á hátíð
einni. Á eftir varð hann svo bölsýnn, að hann skaut sig í magann, og lífi
hans varð bjargað með naumindum. Er hann komst úr sjúkrahúsinu, fór
hann fagnandi heim með nýja testamentið í hendinni, fagnandi í frelsara
sínum. Þriðji maðtirinn í sama sjúkrahúsi dó snögglega. Hann var að
lesa ntm. og fékk friðsælt andlát. Hvílík bók!