Norðurljósið - 01.01.1966, Page 136
136
NORÐURLJOSIÐ
Lækning á bölsýni
Dr. John R. Rice, prédikari og ritstj óri, segir svo frá:
„Ungfrú Irene Bryan kom til mín og sagði: „Bróðir Rice,
nágrannastúlka mín, sem er ágætis stúlka og mjög áberandi i
samkvæmislífinu og meðal ríka fólksins hér, er svo bölsýn, að
hún er að hugsa um að fyrirfara sér. Hún er haldin svo miklu
þunglyndi, að ég er að hugsa um, hvort ég mætti koma með hana
til þín.“
Ég sagði: „Auðvitað.“
Þær komu. Þessi yndislega stúlka, fagurlega búin, siðfáguð
og vel menntuð, sat í skrifstofu minni og sagði: „Bróðir Rice, þú
segir mér, að lífið sé þess virði, að því sé lifað. Ég veit betur.
Ég hefi reynt allt, sem lífið hefir að bjóða. Ég hefi tilheyrt fjöld-
anum í félagsheimili sveitarinnar, ég hefi dansað. Ég hefi drukk-
ið vínblöndur (kokkteila). Ég er nógu rík. Ég hefi ferðazt. Ég
hefi séð heiminn. Ég hefi reynt hljómlist, listir og bókmenntir. —
Ég hefi reynt allt. En ég vildi ég væri dauð. Ég skil ekkert í því,
til hvers Guð lætur okkur fæðast inn í slíkan heim. Allt er von-
brigði og vansæla. Ég hefi reynt lífið, og það er ekki hæft til
þess, að því sé lifað! Ég vildi ég væri dauð, og ég er ekki fjarri
því að fyrirfara mér!“
Ég sagði: „Nei, þú þekkir ekki allt um lífið. Þú þekkir aðeins
aðra hliðina. Lífið er indæll og fagurt, ef þú ert réttu megin.“
Hún sagði: „Þekkir þú nokkra aðferð, svo að ég geti fundið,
að lífið sé hæfara til að því sé lifað? Ég reyni að skemmta mér.
Ég fylgist með hópnum. En næsta morgun er hjarta mitt svo ein-
mana; höfuðið á mér ætlar að klofna, og mér finnst ég vera eins
og heimskingi. Þekkir þú nokkra aðferð til þess, að ég geti haft
einhverja gleði af lífinu, einhverja ánægju, eitthvað, sem gæti
veitt hjarta mínu hamingju?“
Ég sagði: „Hana þekki ég áreiðanlega.“
„Þá vildi ég, að þú segðir mér frá henni.“
„Jæja,“ sagði ég, „við skulum falla á kné hér frammi fyrir
Guði, og þú segir honum frá, hve tómt hjarta þitt er. Segðu
honum, að þú hafir reynt alla vegi djöfulsins, og þeir hafi ekki
reynzt þér vel. Segðu honum, að þú hafir trúað djöflinum, en
allt, sem hann sagði þér, hafi reynzt lygar einar. Segðu honum,
að ormar séu í öllum eplum djöfulsins, og að þú hatir þá. Síðan
skaltu biðja Jesúm Krist að fyrirgefa þér og koma inn í hjarta