Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 137
NORÐURLJÓSIÐ
137
Hún sagði: „Mun hann gera það?“
„Hann gerir það áreiðanlega! Reyndu hann og sjáðu!“
Ég las þá nokkrar greinar úr ritningunni fyrir henni, og við
féllum á kné. Tár hennar vættu gólfdúkinn, er hún kraup þar og
grét, á meðan ég bað. Hún bað Jesúm Krist að koma í hjarta
sitt og fyrirgefa henni. Hún reis á fætur með frið Guðs í hjarta
sér. Augu hennar fylltust fagnaðartárum, og á andliti hennar
var gleði og hamingja.
Kona nokkur átti heima í Fort Worth, Texas. Heimilislíf henn-
ar var eymdin ein. Hún reyndi að fremja sjálfsmorð. Ég fór í
sjúkrahúsið. Læknirinn hafði sagt. „Það eru engar líkur til þess,
að hún haldi lífi.“ En hún gaf Kristi hjarta sitt, og hve hamingju-
sæla gerði Guð hana! Hann umbreytti hjarta hennar, læknaði
líkama hennar og endurreisti hamingju heimilis hennar.
(Þýtt úr The Sword of the Lord.)
———.....x--------
ÉG ER SANNKRISTINN
1 Af því að
Sonur Guðs elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir
mig. Gal. 2. 20.
2. Af því að
Ollum þeim, sem tóku við honum, gaf hann rétt til að verða
Guðs börn; þeim sem trúa á nafn hans. Jóh. 1. 12.
3. Af því að
Réttlætir af trú höfum vér frið við Guð fyrir Drottin vorn
Jesúm Krist. Róm. 5. 1.
4. Af því að
Enda þótt einhver syndgi, þá höfum vér árnaðarmann hjá
Föðurnum, Jesúm Krist hinn réttláta. 1 Jóh. 2. 1.
5. Af því að
Ég veit, á hverjum ég hefi fest traust mitt, og er sannfærður
um, að hann er þess megnugur að varðveita ....
2 Tím. 1. 12.
6. Af því að
Þannig mun og Kristur, eitt sinn fórnfærður til að bera syndir
margra, í annað sinn birtast án syndar til hjálpræðis þeim, er
hans bíða. Hebr. 9. 28.
(Þýtt).
-x-