Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 140
140
NORÐURLJÓSIÐ
vænta, fellur á það tímabil, sem kommúnisminn gerir ráð fyrir
að hafa náð heimsyfirráðum.
Biblían skýrir frá því, að sá tími muni koma, að heimurinn
allur kemst und.ir stjórn eins manns. Einveldisstjórn hans veröur
sú ógnastjórn, að mannkynssagan þekkir enga slíka. Ef til vill er
stjórn Nebúkadnezars þess, er herleiddi Júdaríki og Jerúsalem-
búa, helzta myndin, sem við höfum til samanburðar. Hann
„hræddust allir lýðir, þjóðir og tungur, og stóð þeim ótti af
honum. Hann tók af lífi hvern sem hann vildi, og hann lét lífi
halda hvern sem hann vildi; hann hóf hvern sem hann vildi, og
hgnn lægði hvern sem hann vildi.“ (Dan. 5. 19.). Hann vildi láta
allan þann skara þjóða, sem lutu valdi hans, hafa sameiginleg
trúarbrögð og tilbiðja líkneski, sem hann hafði látið reisa. Er
vinir Daníels lutu ekki líkneskinu og vildu ekki tilbiðja það, lét
hann varpa þeim inn í brennandi eldsofn. Guð frelsaði þá eigi
að síöur, svo að eldurinn vann þeim ekkert mein.
Þannig verður það á dögum einræðisherrans væntanlega. Hann
mun segja mönnum fyrir, hverju þeir skulu trúa og hvað þeir
skulu tilbiðja. Aragrúi manna, sem ekki hlýðir þeim fyrirmælum,
mun gjalda fyrir með lífi sínu. En Guð mun launa þeim trúfesti
þeirra með eilífri dýrð. Boðorðið: „Drottinn, Guð þinn, átt þú
að tilbiðja og þjóna honum einum“, er í gildi enn á vorum dögum
og verður það um alla eilífð. Hugfestið þetta, lesendur góðir, og
tilbiðjið Guð og son hans Jesúm Krist, eins og nýja testamentiÖ
kennir okkur, — ef svo skyldi fara, að einræöisherra jarðar-
innar allrar komi fram á ykkar dögum. Hann kemur, en hitt veit
enginn, hvenær hann kemur.
---------x----------
Ótti við menn leiöir í snöru, en þeim er borgið, sem treystir
Drottni. Orðskv. 29. 25.
„Eg segi yöur, vin.ir mínir: Hræðizt ekki þá, sem líkamann
deyða og geta ekki að því búnu meira gert.
Eg skal sýna yður, hvern þér eigið að hræðast: bræðizt hann,
sem eftir að hann hefir líflátið, hefir vald til að kasta í helvíti;
já, ég segi yður: hræðizt hann.“ — Drottinn Jesús Kristur. (Lúk.
12. 4, 5.).
Og við manninn sagði hann (Guð): „Sjá, að óttast Drottin
— það er speki, og að forðast illt — það er vizka. Job. 28. 28.
Ötti Drottins er lífslind, til þess að forðast snörur dauðans.
Orðskv. 14. 27.