Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 143
N ORÐ URLJÓSIÐ
143
ALKIRKJUHREYFINGIN.
Norðurljósið mun aldrei áður hafa minnzt á þessa hreyfingu,
sem stefnir að því marki, að allar deildir kristinnar kirkju renni
saman í eina heild, alkirkju. Þessi hreyf.ing hófst í Sviss fyrir
um það bil 20 árum. Henni hefir orðið mikið ágengt í því efni,
að menn innan ólíkra kirkjudeilda styðja þessa hreyfingu, og
ýmiss konar samruni og samsteypur kirkjudeilda teljást innan
þessarar hreyfingar.
Kaþólska kirkjan í Róm lætur sig einnig dreyma um þá fram-
tíð, að allar kristnar kirkjudeildir sameinist undir forustu henn-
ar. Meðal hennar manna hefir sú hugsjón komið fram, að bæði
Gyðingar og Múhameðsmenn, sem trúa á einn Guð, gætu líka
rúmast undir þaki hennar.
En Alkirkjuhreyfingin hefir rekið sig á það, að til eru menn,
og jafnvel fjölmenn kirkjudeild, eins og t. d. Suður-Baptistar í
Bandaríkjunum, sem telur 10 milljónir manna, sem vilja með engu
móti þennan samruna. Ástæða þeirra er sú, að samrunl kirkn-
anna grundvallast ekki á sameiginlegri reynslu endurfæðingar
vegna trúar á Drottin Jesúm Krist, trú á guðdóm hans og endur-
lausn. Þess vegna hafa sumir Alkirkjumenn vestan hafs horn í
síðu dr. Billy Grahams, þrátt fyrir samvinnu hans við kirkjurnar,
af því að hann stendur á grundvelli afturhvarfs, endurfæðingar
vegna trúar á Kr.ist og biblíunnar sem innblásinnar hókar frá
hendi Guðs.
Innan kristninnar svonefndu eru því uppi voldugar stefnur,
sem vilja sameining allra kirkna í eina kirkju. Náist það tak-
mark, munum við, sem stöndum á grundvelli biblíunnar mega
vænta þess, að núverandi frelsi okkar til að boða Jesúm Krist,
iðrun og syndafyrirgefning sakir nafns hans, verði mikið skert
eða alveg tekið af okkur. Mun þá skammt að bíða fangelsana og
lífláts, eins og var áður á valdatímum kaþólsku kirkjunnar í
Róm. Biblíuskýrendur meðal Bræðrasafnaðanna, t. d. í Bret-
landi, sem rituðu á síðustu öld um spádóma heilagrar ritningar,
voru ekki í vafa um, að Rómar-kirkjan ætti eftir að komast í sitt
íyrra veldi og sýna þá, að hún væri enn söm við sig um fjand-
skap við sanna játendur Krists. (Tekið að nokkru eftir Christian-
ity Today“, 4. febr. 1966.)
KRISTNIN LIFIR ENN í RÚSSLANDI.
Félag er til, sem hefir það markmið, að boðá sanna kristni
tneðal slafneskra þjóða. Forstjóri þess, sr. Pétur Deyneka, var