Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 144
144
NORÐURLJÓSIÐ
eina v,iku í Rússlandi s.l. ár. Hann var beðinn að prédika í Bapt-
ista kirkjunni í Moskvu. Þar voru viðstaddir 2000 áheyrendur
um morguninn og 2000 um kvöldið, eða eins margir og kirkjan
rúmar.
Hann segir svo frá: „Aldrei á minni ævi hefi ég séð djúptæk-
ara verk heilags Anda. Langflestir viðstaddir grétu, meðan guðs-
þjónustan stóð yfir. Af því sem ég hefi heyrt frá hinum og öðrum
í Rússlandi og sjálfur séð, þá er virkileg andleg vakning á mörg-
um stöðum í þessu landi.“
Hann prédikaði einnig eitt þriðjudagskvöld í Leningrad á
bænasamkomu. Þar voru þúsund manns viðstaddir.
Tveir kristnir menn frá Síberíu, sem hann talaði við, sögðu
honum, að tugir þúsunda manna hlustuðu á kristilegt útvarp á
rússnesku, sem útvarpað er frá löndum utan Rússaveldis. („The
Peoples Magazine“, Toronto, no. 1.—3. 1966.)
Ekki hefir þó sönn kristni verið varðveitt baráttu- og kostn-
aðarlaust í Rússlandi. Það sýnir eftirfarandi fréttakafli:
„Á þeim 45 árum, sem kommúnista stjórnin hefir ráðið yfir
Ukrainu, hefir hún útrýmt þar hundruðum biskupa, tugum þús-
unda presta og prédikara fagnaðarerindisins og milljónum trú-
aðra manna, einkanlega á skelfingar-árunum 1927 til 1936 og
með tilbúinni hungursneyð árin 1932—1933, sem fækkaði fólk-
,inu úr 45 milljónum niður í 26 milljónir. Samt sem áður tor-
tímdist Ukrainu þjóðin ekki, eins og Stalin og Krushchev áform-
uðu, né hinir sannkristnu. Hin sanna kristni er nú „neðanjarðar“
og heldur áfram trúföstum vitnisburði sínum, greind frá trúar-
legu skipulagi og kirkjuleiðtogum, sem ríkið hefir í hendi sér.“
Bæn ætti stöðugt að stíga upp fyrir þjónum Guðs, sem eiga í
slíkri reynslu. (The Harvester, Englandi. Jan. 1966.)
STOFNA ÞEIR NÝJA KIRKJUDEILD?
Astandið innan kirknanna á Bretlandi versnar stöðugt vegna
síaukins fráfalls frá biblíulegri trú og siðferði. Margir menn, sem
trúir eru fagnaðarboðskap Krists, velta nú fyrir sér, hvað þeir eigi
að gera, þar sem þeir finna, að þeir eiga ekki heima innan kirkna,
sem ótrúar eru orði Guðs og óheilbrigðar í trúnni. Nefnd hefir
verið sett á laggirnar til að athuga, hvort ekki sé unnt að stofna
evangeliska kirkjudeild.
Fyrir nálega hálfri annarri öld tóku menn í Bretlandi að stíga
svipað spor. An þess að stofna sérstaka kirkjudeild stofnuðu
menn frjálsa, óháða söfnuði, sem sumir hverjir standa enn í dag.