Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 146
146
NORÐURLJÓSIÐ
Þetta eru boðorð og fyrirheit Guðs þeim til handa, er skilja
sig úr söfnuðum og félagsskap vantrúaðra manna. Guð vill eiga
fólk, sem er frágreint synd og óguðleika heimsins innan nafn-
kristinna kirkna, haldi sig að honum einum, setji vilja hans efst-
an og fyrstan á dagskrá ævinnar og ástundi að haga einkalífi og
safnaðarlífi eftir fyrirmynd nýja testamentisins.
Guð blessi alla, er vilja gera vilja hans, þótt það kosti að draga
sig út úr hópnum og standa einn með Guði.
KRISTNI-KÖNNUN Á BRETLANDI
Lesendur muna eftir því að líkindum, að Norðurljósið gat um
það ár,ið 1964, að Jón H. Þorbergsson, bóndi á Laxamýri, hefði
stungið upp á eins konar kristni-könnun innan kirkjunnar hér á
landi.
Ekki hefir bólað á því, að slík könnun sé hafin, þegar þetta er
ritað, enda mjög óvíst, að forráðamenn kirkjunnar hér á landi
séu þess mjög fýsandi, að slík könnun færi fram. Æskileg væri
hún samt.
Gallup-stofnun Englands hefir látið fara fram skoðanakönn-
un í trúarlegum efnum meðal fólks á Bretlandi. Hér koma nokkrar
niðurstöður hennar. Er skýrt frá þeim í Christianity Today,
október 1965.
Flest fólk lítur svo á, að trúarbrögðin komi daglegu lífi ekkert
við. Samt lítur það þannig á, að kirkjurnar geri mikið gott í
þjóðfélaginu og eigi að halda áfram að vera til.
Fólk álítur trúarbrögðin fornfáleg. Samt vilja nálega allir láta
börn sín fá trúarlega fræðslu.
Tala þeirra, sem ldusta á ræður, fækkar ár frá ári. Þó eru þeir
menn, sem prédika, yfirleitt mikilsvirtir, talið að þeir vinni gott
verk af góðum hvötum fyrir lítið í aðra hönd.
Um 78 af hundraði sjá ekkert samband á milli þess að sækja
kirkju og að lifa betra líferni. Þessu fylgir, að 60 af hundraði
hafa þá trú, að menn verði að vera óráðvandir til að komast
áfram í heiminum; og tveir af hverjum þremur láta sér standa á
sama um skattsvik eða hallast að þeim.
Tveir af hverjum þremur halda, að áhrif trúarbragðanna fari
minnkandi. Sami fjöldi vill, að trúarbrögðin hefðu meiri áhrif.
Þótt 94 af hundraði telji sig tilheyra einhverri kirkjudeild, eru
kirkjuleg afskipti lítil. Kirkju sækja 10 af hundraði, að talið er.
Og aðeins 12 af hundraði segja, að þeir lesi biblíuna reglu-
bundið ....