Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 147
NORÐURLJÓSIÐ
147
Þrátt fyrir alla hnignun er þó nálega helm.ingur manna, sem
iðkar bæn reglubundið, og yíirgnæfandi meirihluti, 86 af hundr-
aði, trúir því, að Guð sé til.
Hliðstæð könnun í Bandaríkjunum leiddi í ljós s.l. sumar að
97 af hundraði þeirra, er spurðir voru, trúðu á Guð. Helmingur-
inn kvaðst sækja kirkju vikulega. 27 af hundraði töldu sig mjög
trúrækna og 63 af hundraði eitthvað trúrækna.
Hvað skyldi íslenzk kristnikönnun leiða í ljós, ef t. d. Morgun-
blaðið gengist fyrir henni, eða Ríkisútvarpið eða kirkjan?
BIBLÍAN OG VÍSINDI NÚTÍMANS.
Þrír vísindamenn í Bandaríkjunum ræddu við ritstjóra „Christ-
ianity Today“ nýlega, segir í hefti af tímaritinu dagsettu 21. jan.
1966. Þeir ræddu um biblíuna og vísindin, og samtali þeirra var
sjónvarpað. Það er of langt og tæknilegt til að birtast hér í blað-
inu, en það endaði á þessa leið:
Hatfield, prófessor í stærðfræði: „Ég held, að lausnin á vanda-
málinu um biblíuna og vísindin sé sú, að hvort um sig verður að
skoða í ljósi tilgangs þeirra. Biblían segir okkur, að Guð skapaði
heiminn, og vísindin hjálpa okkur eitthvað til að skilja, hvernig
það gerðist. Það er ekki þörf á að berjast um þetta. Biblían ræðir
um hugtökin gott og illt, miskunn, dómur, synd, hjálpræði. Yís-
indahugtök eru sett fram sem efni, orka, og lögmál, sem þeim
fylgja. Þetta tvennt (biblían og vísindin) þurfa alls ekki að rek-
ast á.
Buerger, prófessor í kristallafræði: Ég held, að biblían sé
merkileg bók, og það ekki aðeins sem bókmenntir. Hún er eitt-
hvað sem vert er að kynna sér, einkum á þessari geim-öld. Þeim,
sem ekki hafa tekið hana alvarlega, vil ég ráðleggja með orðum
spámannanna: „Leitið hans, sem skóp sjöstjörnuna og Óríon;
Hrottinn er nafn hans.“ Biblían segir okkur frá þessu. Ég held, að
sérhver vísindamaður ætti að þekkja þetta.
Dr. Pollard. framkv.stjóri kjarnorkurannsókna-stofnunarinnar
t Oak Ridge: í mínum augum fylla þau hvort annað upp. Annað
an hins er takmörkuð sýn á heild veruleikans. Vísindin hafa
°pnað skilning okkar á eðlilegri niðurröðun í alheiminum. Biblí-
an opnar skilning okkar á því, sem æðra er en alheimurinn.
Dr. Carl F. H. Henry, ritstjóri: Þakka ykkur fyrir. Við höfum
varla tæmt umræðuefni okkar .... Við höfum sagt, að biblían
er ekki handbók í vísindum. Væri hún það, hefði þurft að endur-
r'ita hana mörgum sinnum. Og við höfum einnig sagt, að nútíma