Norðurljósið - 01.01.1966, Page 150
150
NORÐURLJÓSIÐ
mót, hrærandi, vekjandi ræða, sem einhver helgaður, sigrandi,
kristilegur leiðtogi fiutti, vekjandi Anda-fyllt bók, eða þörfin að
leysa af hendi erfitt kristilegt starf ásamt undirbúningi þess í
bæn, var vant að lyfta mér upp; og ég héizt uppi um stund. Þá
virtist Guð mjög nálægur og andlegt líf mitt djúpt. En þetta
entist ekki. Stundum féll ég fyr.ir freistingu, stundum rann ég
niður hallann, góða trúarreynslan glataðist, og ég var aftur
kominn niður á lægri sviðin.
Mér virtist, að það ætti að Vera unnt að lifa stöðugt á æðra
sviði samfélags við Guð, eins og ég sá aðra menn gera, en ég
gerði ekki. Menn þessir voru undantekningar, satt var það; þeir
voru í minnihluta meðal þeirra kristinna manna, sem ég þekkti.
Eg vildi vera í þeim minnihluta. Hvers vegna ættum við ekki öll
að vera þar og gera hann að meirihluta?
2. Annað, sem ég vissi, að var að hjá mér, voru hrasanir vegna
viðloðandi synda. Ég háði ekki sigursælar orrustur á sumum
sviðum. En væri Kristur mér ekki nægur til sigurs, hvaða gagn
var þá að trú minni og játningu hennar? Ég vænti ekki algers
fullkomleiks. En það var trú mín, að unnt væri að styrkja mig til
að vinna stöðugt sigur á sumum sviðum, jafnvel alltaf, í stað
þess að sigrarnir voru blandaðir algerum og auðmýkjandi ósigr-
um. Þó hafði ég beðið svo einlæglega um sigur; en hin stöðuga
lausn frá ósigrum hafði ekki komið.
3. Hið þriðja, sem ég vissi, að mig skorti, var öflugur, sann-
færandi, andlegur kraftur, sem gæti gert kraftaverk í lífi ann-
arra manna. Ég vann talsvert að kristilegu starfi, hafði alltaf gert
það, síðan ég var fimmtán ára drengur. Ég fór rétt að, það geta
allir. Ég átti jafnvel samtöl við fólk, sem er erfiðast af öllu, að
það gæfi sig frelsara mínum. En ég sá engan árangur. Aðeins
stöku sinnum sá ég ofurlítinn ávöxt auðvitað, en hann var ekki
mikill. Ég sá ekki Krist gerbreyta ævi manna, valda hjá þeim
gerbyltingu, ég sá þá ekki logandi af áhuga vegna Krists sakir
starfs míns; en mér virtist, að svo ætti það að vera. Aðrir menn
gerðu þetta; hvers vegna ekki ég? Ég huggaði mig við þá gömlu
staðhæfing (sem djöfullinn notar svo mjög), að það væri ekki
mitt að sjá árangur; að ég gæti örugglega látið Drottinn um það,
ef ég gerði minn hluta. En þetta fullnægði mér ekki, og ég var
stundum niðurbeygður vegna ófrjósemi andlegrar þjónustu
minnar.
Um það bil ári áður en ég varð fyrir þeirri reynslu, sem ég ætla
að segja frá, höfðu mér borizt bendingar um, að vissir menn,