Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 152
152
NORÐ URLJOSIi)
ustu, andlega eign sína, en hún var stöðug meðvitund um raun-
verulega nálægð Jesú. Ekkert hélt honum eins uppi, sagði hann,
eins og það, að honum var ljóst, að Jesús var alltaf raunverulega
nálægur honum; og að þessu væri þann veg fariö, hvað sem liði
tilfinningum hans, verðleikum eða skoöunum hans á því, hvernig
Jesús blrti nálægð sína. Hann sagði ennfremur, að Kristur væri
heimkynni hugsana sinna. Hvenær sem hugur hans væri laus við
önnur mál, þá beindist hann að Kristi. Hann sagðist tala upphátt
við Krist, hvenær sem hann væri einn — á götunni og alstaðar -—
eins auðveldlega og frjálslega sem við mannlegan vin. Svo raun-
veruleg var honum virkileg nálægð Krists.
Nokkrum mánuðum síðar var ég staddur í Edinborg. Þar sá
ég, að maður, sem með ritum sínum, hafði orðið mér til mikillar
hjálpar, átti að tala fyrir karlmönnum um „Nægtaleiðir trúar-
lífsins“. Akafur fór ég að hlusta á hann. Eg bjóst við, að hann
teldi upp í röð ákveðin atriði, sem við gætum gert til að styrkja
trúarlíf okkar. En fyrstu orð hans sýndu mér, að mér skjátlaðist,
þótt þau kæmu hjarta mínu til að hoppa af nýrri gleði. Það, sem
hann sagði, var eitthvaö á þessa leið:
„Nœgtaleiðir trúarlífsins, vinir mínir, eru blátt áfrarn — Jesás
Kristur.“
Þetta var allt og sumt. En það var nóg. Eg hafði enn ekki skilið
þetta, en þetta var það, sem allir þessir menn höfðu verið að
reyna að segja mér. Síðar, þegar ég talaði við ræðumanninn um
þarfir mínar og erfiÖleika, sagði hann einlæglega og einfaldlega:
„0, herra T. — ef við vildum aðeins treysta Kr.isti með djarfari
trú, þá gæti hann gert svo miklu meira fyrir okkur.“
Aður en ég fór úr Bretlandi mætti ég einu sinni enn þeim
Kristi, sem ég þekkti ekki enn. Það var í ræðu, sem vinur minn
flutti í kirkju sinni í Lundúnum eitt sunnudagskvöld í júní. Texti
hans var: „Að lifa er mér Kristur.“ Fil. 1. 21. Það var sama
efnið, þar sem opnað var „lífið, sem er Kristur“. Kristur sem líf.ið
allt, hið eina líf. Eg skildi ekki allt, sem hann sagði, og ég vissi
óljóst, að ég átti ekki sem eign mína það, sem hann var að segja
okkur frá. En mig langaði til að lesa ræðuna aftur, og ég fór
með handr.itið með mér, þegar ég fór frá honum.
Það var um miÖjan ágúst, sem til úrslita dró. Eg sótti trúboðs-
mót ungs fólks og átti í vændum viku starf þar, sem ég vissi, að
ég var algerlega óhæfur til að leysa af hendi. Nokkrar vikur þar
á undan höfðu verið einn af andlegum öldudölum mínum, sem
bæði skaði, hrasanir og ósigrar tilheyra alltaf.