Norðurljósið - 01.01.1966, Síða 153
NORÐURLJÓSIÐ
153
Fyrsta kvöldið, sem ég var þar, talaði trúboðs biskup yfir
okkur um lífsvatnið. Hann sagði okkur, að það væri löngun
Krists og tilgangur, að sérhver sá, sem honum fylgdi, skyldi
alltaj vera uppspretta lifandi, streymandi vatns handa öðrum;
ekki öðru hvoru, heldur með stöðugum, ómótstæðilegum straumi.
Við höfum orð Krists sjálfs fyrir þessu, sagði hann um leið og
hann vitnaði til orða hans: „Sá, sem trúir á mig, innan að frá
honum skulu renna árstraumar lifandi vatns“. Hann lýsti því,
hvernig sumir hafa dálítið af lífsvatninu. Þeir koma með litlar
fötur af því líkt og vatnsveitu-hjólin á Indlandi með vatn, en
þessu fylgir talsverður hávaði og fyrirhöfn. En út frá öðrum
streymir látlaus, lífgandi straumur, sem ekkert getur stöðvað.
Hann lýsti lítilli, gamalli, austurlenzkri konu og dásamlegri þjón-
ustu hennar með vitnisburði um Krist, sem gerði okkur til
skammar, sem hlýddum á. Samt hafði hún þekkt Krist aðeins í
eitt ár.
Aleinn í herbergi mínu næsta morgun, sem var sunnudagur,
gerði ég út um þetta mál við Guð í bæn, er ég bað hann að sýna
mér leiðina út úr þessu. Ef til væri sá skilningur á Kristi, sem ég
ætti ekki, en þarfnaðist samt, af því að hann væri leyndardómur,
sem sumir aðrir menn þekktu, eins og ég hafði séð og heyrt um,
— skilningur, sem réttari væri en sá, sem ég hafði öðlazt, og
æðri en ég enn þekkti, þá bað ég Guð að veita mér hann. Ég hafði
hjá mér ræðuna: „Að lija er mér Kristur.“ Ég reis upp frá bæn-
inni og rannsakaði hana. Siðan baðst ég fyrir aftur. Og Guð, með
langlyndri þolinmæði sinni, fyrirgefningu og kærleika, gaf mér
það, sem ég bað um. Hann gaf mér nýjan, algerlega nýjan skiln-
ing á Kristi og meðvitund um hann, sem nú varð mín eign.
í hverju var breytingin fólgin? Þessu er erfitt að lýsa með
orðum, og samt er hún þar, ó, svo ný, virkileg og dásamleg, bæði
hjá sjálfum mér og öðrum.
Mér varð í fyrsta skipti ljóst, að orð nýja testamentisins
Kristur í yður, þér í Kristi, Kristur vort líf og að vera stöðugur,
dvelja í Kristi, eru bókstaflegar, raunverulegar, blessaðar stað-
reyndir, en ekki líkingamál. Hve 15. kafli Jóhannesar guðspjalls
fylltist lífi, þegar ég las hann nú! Og 3. kafli Efesusbréfsins, 14.
—21. grein, Galatabréf 2. 20. og Fil. 1. 21.
Það, sem ég á við, er þetta: Ég hafði alltaf vitað, að Jesús
Kristur væri frelsari minn. En ég hafði litið á hann sem frelsara
fyrir utan mig, sem þann, er gerði frelsisverkið fyrix mig utan
sð frá, ef svo má segja. Ég hafði Litið á hann sem þann, er væri