Norðurljósið - 01.01.1966, Side 154
154
NORÐURLJÓSIÐ
fús til að koma fast að hlið mér, standa hjá mér, hjálpa mér með
allt, sem ég þurfti, gefa mér styrk, kraft og hjálpræði.
Nú þekkti ég eitthvað, sem betra var en þetta. Mér varð loksins
ljóst, að Kristur var virkilega og bókstaflega hið innra með mér,
og jafnvel meira en það: Hann hafði sjálfur gerzt eigið líf mitt,
sameinað mig sjálfum sér — líkama minn, huga og anda — þótt
ég héldi enn persónuleik mínum, frjálsum vilja og siðferðislegri
ábyrgð. Var þetta ekki betra en eiga hann sem hjálpara eða sem
frelsara utan við mig, að hafa hann Jesúm Krist, Guð soninn,
sem sjálft líf mitt? Af þessu leiddi, að ég þurfti aldrei framar að
biðja hann að hjálpa mér, eins og við værum sitt í hvoru lagi,
heldur blátt áfram að láta hann framkvæma verk sín, vilja sinn
í mér, með mér og fyrir mína hönd. Líkami minn var hans, hugur
minn var hans, andi minn var hans; og ekki aðeins hans, en bók-
staflega hluti af honum. Það, sem hann vildi láta mig gera mér
ljóst var þetta: „Eg hefi verið krossfestur með Kristi; sjálfur lifi
ég ekki framar, heldur lifir Kristur í mér.“ Jesús Kristur hafði
gerzt líf mitt, ekki í líkingamáli, munið það, heldur sem bók-
stafleg, virkileg staðreynd, svo bókstaflega sem það er staðreynd,
að eitthvert tré hefir ver.ið gert að þessu skrifborði, sem ég læt
höndina hvíla á. Því að „líkamir yðar eru limir Krists,“ og „þér
eruð líkami Krists.“
Furðar ykkur á, að Páll gat sagt með geislandi gleði og hrifn-
ingu: „Að lifa er mér Kristur?“ Hann sagði ekki, eins og ég hafði
haldið vegna misskilnings míns, verð ég að segja: „Að lifa er mér
að vera líkur Kristi.“ Hann sagði ekki: „Að lifa er mér að hafa
hjálp Krists," eða „Að lifa er mér að þjóna Kristi.“ Hann steypti
sér gegnum þetta og út fyrir það allt með þessari djörfu, dýrlegu,
leyndardómsfullu staðhæfingu: „Að lifa er mér Kristur.“ Þá
ritningargrein hafði ég aldrei skilið áður. Svo er fyrir að þakka
gjöf sjálfs hans, að ég er nú farinn að komast inn í glampann af
dásamlegri merkingu þessara orða.
Þannig er því þá farið, að ég veit af eigin reynslu, að til er
það líf, sem sigrar, og það er líf Jesú Krists. Líf hans getur orðið
Vort líf, ef vér biðjum um það, ef véf veitum honum inngöngu
með algerr.i, skilyrðislausri uppgjöf fyrir honum, gerum hann
að Drottni vorum jafnt sem frelsara vorum, til þess að gera sér
bústað hjá oss, yfirgnæfa oss, fylla oss með sjálfum sér, unz vér
náum „allri Guðs fyllingu.“
Hver hefir orðið árangurinn af þessu? Gaf þessi reynsla mér
nýjan skilning vitsmuna minna á Kristi, skemmtilegri og meir