Norðurljósið - 01.01.1966, Page 161
NORÐURLJÓSIÐ
161
3. Úr bréfi til ungs eiginmanns.
Ejtir dr. John R. Rice.
Ég minnist þess, er ég var ungur Orðsins þjónn, að ég hélt, að
ég yrði að kenna öðrum um, ef ekki væri vakning í söfnuði mín-
um. Ég hefi lært, að þar skjátlaðist mér. Enda þótt við getum
haft stærri vakningar og íleiri sálir frelsast, ef sérhver í söfnuð-
inum væri í réttr.i afstöðu gagnvart Guði, þá hefi ég lært, að sé
ég í réttri afstöðu við Guð, geta margar sálir frelsazt, og ég get
fengið mikla blessun frá Guði. Enginn maður í heimi getur aftrað
Guði frá að blessa nokkurn mann, nokkurn prédikara, sé hann
alveg lagður á altari Guðs, sé hann fylltur heilögum Anda og sé
hann í raun og veru að gera það, sem Guð ætlar honum að gera.
Þú getur ekki kennt konunni þinn,i um kraftleysi þitt.
Sú staðreynd, að þjónusta þín er eitthvað misheppnuð að þín-
um dómi, bendir til, að þér geti verið um að kenna þann skort
hamingju, sem gerir vart við sig í hjónabandi þínu, að sínu leyti
eins og skort þess árangurs, sem þú vild,ir sjá af þjónustu þinni.
Fólkið, sem þú talaðir yfir, fékk ekki blessun af því. Það kærði
sig ekki um þjónustu þína. Þér fylgdi ekki sú sannfæring, sá vin-
gjarnleiki, sá kraftur, sem þurfti til að vinna það. Satt er það,
að sumir mundu setja út á sjálfan Pál postula, en hann ávann
alltaf einhverja. Hann eignaðist alltaf vini og fylgjendur og sneri
fólki til trúar. Og þetta getur þú líka, ef bezta blessun Guðs hvílir
yfir þér.
(Þýtt úr „Tlie Home“ — HeimiliS —).
---------x----------
„Hver hefir sagt þér, að þú værir nakinn? Hefir þú etið af
trénu, sem ég bannaði þér að eta af?“ Þá svaraði maðurinn
(Adam): „Konan, sem þú gafst mér til sambúðar, hún gaf mér
af trénu, og ég át.“ — Þetta er sígilt dæmi um sjálfsréttlæting,
sem neitar að sjá sök hjá sjálfum sér. Allt er öðrum að kenna,
jafnvel Guði sjálfum. Fátt mun spilla sainbúð fólks meir en
þetta, þessi skortur á hreinlyndi, drengskap, auðmýkt og kærleika.
„Þér menn, elskið konur yðar, að sínu leyti eins og Kr.istur elsk-
aði söfnuðinn og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir hann.“ (Efes.
5. 25.).