Norðurljósið - 01.01.1966, Side 163
NORÐURLJÓSIÐ
163
Hún neyddi sig til að brosa, þegar stór bifreið nam staðar við
hliðið. F.ilippus kom með flýti heim að dyrunum og spurði:
„Er allt tilbúið, 'frænka?“ Eg skal halda á farangri þínum út.“
Hann neitaði að þiggja tesopa. „Við borðum á leiðinni þang-
að,“ sagði hann. „Það er skemmtilegt kaffihús. Nú áttu að láta
þjóna þér! Settu á þig hattinn og farðu í kápuna. Skildu allt eftir,
eins og það er. Ég skal sjá um það síðar meir.“
Hún vissi, að hann rak svo eftir, til þess að skilnaðarstund
hennar við heimilið yrði sem stytzt. Brátt sat hún við hlið hans í
bifreiðinni, og þorpið lá skjótt að baki þeim. Er hún þekkti ekki
landslagið lengur, fannst henni hún vera villt og hrædd. Það var
injög erfitt fyrir manneskju á hennar aldri, að breyta svo lifn-
aðarháttum sínum.
Það hafði verið bæn hennar til Guðs, að hún fengi að njóta
heimilis síns allt til enda.
A prédikunarstóli, sem stóð við veginn, sá hún allt í einu þessi
orð: „Mínir vegir eru ekki yðar vegir, segir Drottinn, heldur svo
miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru
mínir vegir yðar vegum.“ Þetta varð hennl hughreysting. Gat
það átt sér stað, að Guð hefði eitthvað sérstakt handa henni að
gera, jafnvel á þessum tíma ævinnar?
2. kotli. I Vesturskógi.
Elízabet hafði búizt við, að sér mundi finnast til um heimili
Filippusar. En er hún nálgaðist það, sá hún, að lýsing hans hafði
ekki verið um skör fram. Þetta var lítil landeign. Umhverfis húsið
voru yndislegar hæðir og skógarbrekkur. Garðar, blómabeð, tré
og runnar mynduðu unaðslegt umhverfi kringum langt, lágt hús
með stórum gluggum.
„0, Filippus! Hvað þetta er yndislegt!“ hrópaði hún upp yfir
sig. „Þú hlýtur að hafa komizt vel áfram til að geta átt heimkynni
líkt þessu.“
„Bíddu, þangað til þú kemur inn,“ sagði hann og brosti glað-
lega. „Mér þykir vænt um, að Elaine er heima,“ bætti hann við,
er hann leit á bifreiðaskúrinn.
Elízabet gekk með honum inn í forsalinn og dáðist að samræmi
skreytingar og húsmuna. Þá kom Elaine. Hún var enn jafnfögur
°g þegar Elízabet leit hana fyrst. Rauðgullið hárið var lýtalaust
greitt eftir nýjustu tízku. Blágræni vinnusloppurinn, sem hún var
klædd, virtist varpa meiri ljóma í augu hennar. En þegar Elíza-