Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 164
164
NORÐURLJÓSIÐ
bet leit á hana, greip hana hrollur, er hún sá kuldann í þeim,
kulda, sem hvarf ekki, jafnvel þótt Elaine byð.i hana velkomna
brosandi. Hún blygðaðist sín skyndilega fyrir gráu kápuna og
battinn, sem nauðsyn hafði knúið hana til að nota í mörg ár.
„Eg var rétt að hafa fataskipti,“ sagði Elaine afsakandi, „þegar
ég heyrði í bifreiðinni. Þú tekur ekkert til þess, þótt ég hlaupi
aftur upp á loft og ljúki við að búa mig?“ Hún sneri sér að
Filippusi. „Martins hjónin koma hingað eftir svo sem hálfan
tíma.“
Filippus gretti sig og le.it á úrið sitt. Hann var þreyttur eftir
aksturinn.
„Reyndu nú að vera félagslegur, elskan,“ sagði Elaine og skildi
svip hans. „Ég veit, að þér geðjast ekki að þeim, en þau eru
meðal beztu skiptavina minna. Þau ætla til útlanda í sumarleyf-
.inu, og mér kæmi vel að fá fatapöntun frú Martin.“
„Jæja þá,“ svaraði hann góðlátlega. „Ég skal gera það, sem ég
get. Þú skalt búa þig. Ég skal fylgja Elízabet frænku til herbergis
hennar og koma inn með farangur hennar úr bifreiðinni.“
„Við héldum, að þú gætir um tíma notast við herbergið hennar
Jennifer,“ sagði Elaine til skýringar. „Filippus er að útbúa tvö
herbergi handa þér, en þau eru ekki alveg tilbúin. Jen kemur
ekki heim úr heimavistarskólanum í sumarleyfið fyrr en eftir
þrjár vikur, svo að við vonum þér standi á sama um þetta þang-
að til.“
„Auðvitað. Ég verð ánægð í herberginu hennar,“ fullvissaði
hún þau um. „Er hún ekki orðin ellefu ára? Hún hlýtur að hafa
stækkað mikíð, síðan ég sá hana seinast. Ég get ekki lýst því,
hvað ég hlakka til að sjá hana aftur.“
„Já,“ sagði Elaine annars hugar og flýtti sér upp.
Filippus gekk á undan til lítils svefnherbergis sem sneri að
skóginum.
„Mér mun líða ágætlega hérna,“ ságði Elízabet. „Þú fer nú
að búa þig til að taka á móti gestum þínum. Ég mun una mér við
að taka upp dótið mitt. Svo fer ég snemma að hátta.“
„Ég kem með einhvern kvöldmat handa þér seinna,“ svaraði
Filippus.
Elízabet tók upp farangur sinn í hægðum sínum. Síðan skoðað.i
hún ljósmyndir á veggnum. Þær sýndu Jennifer á ýmsum aldri,
dökkeyga og alvörugefna. Það var næstum eitthvað átakanlegt
við svipinn. Elízabet minntist feimni hennar og velti fyrir sér,
hvort hún mundi vera ánægð í heimav.istarskóla. „En ég er nú