Norðurljósið - 01.01.1966, Side 165
NORÐURLJÓSIÐ
165
komin hingað,“ hugsaði hún, og þá gat barnið unað sér hjá
henni, meðan foreldrar hennar væru að vinna.
Hún ætlaði rétt að fara að hátta, þegar hún heyrði gestina
koma. Háróma kvenrödd heilsaði Elaine, hurð var skellt, og hún
heyrði síðan talsverðan hlátur og hávært skvaldur.
Elízabet var nærri sofnuð, þegar F.ilippus kom inn til hennar
og bar á bakka tekökur og heitan drykk.
„Þú hefðir ekki átt að hafa fyrir þessu, þegar gestir eru hjá
þér,“ sagði hún.
Hann yppti öxlum. „Það gladdi mig að fá tækifæri til að kom-
ast frá þeim. Mér þykja ekki Martins hjón.in hrífandi skemmtileg.
Það finnst Elaine ekki heldur, en hún þarfnast viðskipta þeirra.
Þau eru næstu nágrannar okkar. Þau fara sennilega ekki fyrr en
eftir miðnætti, og hvorugt okkar Elaine verður mjög kurteist í
fyrramálið. Jæja, ég ætti ekki að kvarta. Hefði verzlunin ekki
gengið svo vel hjá Elaine, hefðum við aldrei haft ráð á að fá
þetta hús eða að senda Jennifer í heimavistarskóla.“
„Ég býst við, að þér finnist þetta borga sig?“ sagði Elízabet.
„Mér fannst það,“ og hann varð snögglega hryggur á svipinn,
„þangað til í dag, að ég kom inn í Litla húsið þitt. Þar var friður
cg ró, sem þessi staður hefir ekki. Hér er ofmikill hraði og upp-
gerð. Þú hlýtur að hafa komið með þessa rósemi með þér, því
að ég finn eins til hennar hér i þessu herbergi. Það gleður mig,
að þú ert komin hingað, Elízabet móðursystir. Ef til vill kemur
þú með eitthvað af heilbrigðri skynsemi og innsýni á heimilið
okkar. Þegar ofmikið gengur á úti fyrir, þá ætla ég að koma og
tala við þig. Það verður eins og að eiga einhvern griðastað.“
„Það er nú til sterkari og betri griðastaður en ég er,“ áminnti
hún hann hógværlega.
Hann svaraði engu, snerist á hæli og gekk út.
Löngu seinna vaknaði Elízabet við hljóm reiðra radda. Það
tók hana stundarkorn að átta sig á atburðum dagsins og muna,
hvar hún var. En þá gat hún ekki komizt hjá að heyra Elaine
segja:
„Þú hefðir ekki þurft að vera svo lengi að skjótast upp með
hakkann. Ég er viss um, að Martins hjónunum þótti það lélegir
mannasiðir hjá þér. Við höfum ekki efni á því að missa vináttu
þeirra.“
„Það er einung.is eitt af mörgu, sem við höfum ekki efni á,“
svaraði Filippus beisklega. „Martins hjónin geta verið þér mikils
virði, en móðursystir mín, Elízabet, er mér mikils virði.“