Norðurljósið - 01.01.1966, Side 166

Norðurljósið - 01.01.1966, Side 166
166 NORÐURLJOSIÐ Elaine svaraði þá í svolítið mildari tón: „Ég veit, hvað þér þykir vænt um hana, og hvað hún gerði fyrir þig, þegar þú varst ungur. T.il að þóknast þér samþykkti ég að hafa hana hér, en ég setti það skilyrði, að koma hennar mætti ekki trufla daglegt líf okkar.“ Hurð var lokað, og raddirnar urðu óskýrar. Það var satt, að Elaine hafði ekki viljað, að hún kæmi, hugsaði Elízabet hrygg í lund. Hún mátti ekki láta þau vita, að hún hefði heyrt samtal þeirra. Það leið langur tími, þangað til hún sofnaði, því að hugsunin um, að hún væri óvelkominn dvalargestur í annarra húsi og yrði það, þangað til hún dæi, lá sem óþolandi byrði á hjarta hennar. 3. kafli. Ný vinkona. Sólskinið, sem streymdi inn um róslit gluggatjöldin, vakti Elízabet næsta morgun. Drepið var á dyr, og Filippus gekk inn. Þreytulegur var hann, en hann heilsaði henni brosandi. Hann var með bakka, sem á var eitthvað ljúffengt, og setti bakkann á borðið við rúmið. „Þú verður að borða hér í makindum,“ sagði hann. „Við Elaine höfum aldrei tíma til að fá okkur annað en tebolla á morgnana. Hvíldu þig nú vel í dag. Það lítur út fyrir hlýtt veður, svo að þú getur farið út í garðinn. Þar er sæti í forsælu við garðendann.“ „Þú ert mjög hugulsamur, Filippus,“ mælti hún, „en það er engin þörf á því, að mér sé þjónað svona.“ „Það er nú kominn tími til, að þú lifir í svolitlu eftirlæti,“ anzaði hann. „Þú verður ekki ein í allan dag. Frú Munroe kemur hingað seinna. Hún er frá Meadham. Elaine fær hana tvo daga í viku til að gera hreint. Nú verð ég að flýta mér af stað. Elaine bað mig fyrir kveðju. Hún var orðin of sein og hafði ekki tíma til að skreppa upp til þín.“ Elízabet brosti þakklætisbrosi. Hún neytti síðan morgunverðar, þegar hann var farinn, las um stund og klæddist síðan. Hún gekk ofan í eldhúsið. Það bar minjar um allan flýtinn. Elízabet fann sér vinnuslopp og hóf svo að koma öllu í lag þar. Henni leið betur, þegar hún hafði eitthvað fyrir stafni. Henni datt einnig í hug, að gæti hún hjálpað Elaine eitthvað í önnum hennar, þá gæti hún orðið mildari í framkomu við hana. Hún var rétt að ljúka við að ganga frá öllu, þegar frú Munroe kom. Hún
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.