Norðurljósið - 01.01.1966, Qupperneq 167
NORÐURLJÓSIÐ
167
var miðaldra kona, hress í bragði, og Elízabet leizt óðar vel á
hana.
„Mér þykir vænt um að kynnast þér, ungfrú Barclay,“ sagði
hún. „Herra Haywood hefir sagt mér frá þér. En þú hefðir ekki
ótt að gera allt þetta. Það er gert ráð fyrir því, að þú hvílir þig.“
Hún fór að keppast við að vinna, en hélt áfram að tala. Elíza-
bet heyrði, að hún væri ekkja og hefði átt heima alla ævi í þorpi
þar í nánd. „Þú getur séð gömlu kirkjuna héðan,“ sagði hún og
benti út um eldhúsgluggann. Þaðan mátti sjá gráan turninn
gnæfa yfir trén, sem voru í kringum landeignina.
„Mér þykir vænt um, að hún er skammt héðan. Ég vonaði, að
það væri einhver slíkur staður í nánd. Ég gæti ekki án hans
verið.“
Þá brosti frú Munroe. „Þú ert lík mér. Trúin er hið eina, sem
hefir haldið mér uppi. Guðsþjónustur á sunnudögum styrkja mig
og búa mig undir vikuna framundan. Ég býst við þér á sunnu-
daginn kemur.“
Hún fór, þegar komið var undir kvöld, og skömmu síðar kom
Elaine heim. Hún tróð sér út úr bifreiðinni með fangið fullt af
bögglum. En þegar Elízabet kom að hjálpa henni, hafnaði hún
boði hennar um hjálp.
„Ég get unnið létta vinnu, góða mín,“ sagði Elízabet. „Það
var fallegt af þér að vilja hafa mig hérna. Ég vil ekki baka þér
aukna fyrirhöfn. Lofaðu mér að hjálpa þér við að taka til mat-
• „ íí
ínn.
„Það verður ekki andartak,“ svaraði Elaine stuttaralega og
raðaði pökkum á borðið. „Við notum mikið af frystum matvæl-
um. Það sparar tíma og vinnu.“
Nú leið og beið, þangað til von var á Jennifer heim úr skól-
anum. Daginn, sem von var á henni, sagði Éilippus: „Nú kemur
eitthvað óvænt, Elízabet frænka. Við höfum haldið því leyndu,
þangað til nú. Nú ætla ég að sýna þér herbergið þitt.“
Elízabet fór með honum, dálítið utan við sig, yfir forsalinn
að dyrum, sem alltaf höfðu ver.ið lokaðar. Hún hafði álitið, að
þetta væri vinnustofa Filippusar.
„Láttu nú aftur augun, meðan ég lýk upp dyrunum,“ sagði
hann með drengjalegri glettni, sem Elízabet þótti vænt um.
Hún hlýddi. Hún varð þess vör, að Elaine var á bak við þau.
Þegar hann sagði henni að opna augun, gat hún varla trúað því,
að það væri veruleiki, sem hún sá. Herberginu, sem var smekk-
lega skreytt, hafði ver.ið skipt í tvennt, svo að þar var bæði svefn-