Norðurljósið - 01.01.1966, Page 168
168
NORÐURLJÓSIÐ
herbergi og setustofa. Þarna voru komin öll gömlu húsgögnin
hennar, sem henni þótti svo vænt um. Það varð löng stund áður
en hún kom upp orði.
„0, Filippus, hvað þetta var fallegt af þér,“ mælti hún slitrótt.
Eg hélt þú hefðir látið selja þetta. Mér var svo sárt að sjá því
á bak. Nú er nærri því eins og ég sé búin að fá litla heimilið mitt
aftur. Eg get aldrei þakkað ykkur báðum þetta nógu vel.“ Hún
faðmaði þau bæði að sér. En af svip Elaine réð hún, að hug-
myndina hefði Filippus átt, og að Elaine væri ekki alls kostar
ánægð með hana!
4. kofli. Jennifcr kemur heim.
Filippus fór síðdegis að sækja Jennifer, og Elízabet beið með
óþreyju komu þeirra. Hún hafði ekki séð Jennifer í nokkur ár
og bjóst við, að hún hefði mikið breytzt. En þegar hún sá hana
koma hlaupandi upp götuna, varð henni ljóst, að engin gagnger
breyting hafði orðið á henni. Hún var orðin há og grönn, en
þýða og feimnislega framkoman, sem dregið hafði Elízabet
svo að henni áður, var hin sama.
„Hvað! Þú ert orðin að ungri stúlku,“ sagði hún, er barnið
kyssti hana og sneri sér síðan að móður sinni.
Elaine lagði arminn utan um hana, gekk síðan frá henni og
virti hana fyrir sér úr ofurlítilli fjarlægð. „Þú hefir sannarlega
stækkað mikið á síðasta misseri, Jen,“ kallaði hún upp. „Vaxin
alveg upp úr fötunum. Það var gott, að ég keypti eitthvað nýtt
handa þér. Komdu upp í herbergið þitt, og ég skal sýna þér það.
Svo held ég líka, að það sé kominn tími til að gera eitthvað við
þessar hárfléttur. Þær láta þig sýnast enn horaðri en nokkru
sinni fyrr.“
Barnið roðnaði mikið við gagnrýni Elaine. Hún varð bæði
klunnaleg og klaufaleg í hreyfingum, meðan hún gekk upp stig-
ann á eftir móður sinni.
Elízabet vorkenndi henni. Það var augljóst, að Elaine var
vonsvikin af dóttur sinni. Þegar Filippus kom inn í húsið, sneri
hún sér til hans. „Þú ættir að vera hreykinn af henni,“ sagði hún.
„Þetta er indælt barn. Hvernig gengur henni í heimavistarskól-
O 66
anum r
Hann gretti sig. „Þessi síðasta skýrsla er ekki mjög góð. Ég
er smeykur um, að hún sé hrædd við að láta móður sína sjá hana.
Elaine er svo áríðandi, að Jennifer skar.i fram úr í öllum grein-
um. Hún hefir nóga hæfileika, en sýnist ekki beita sér við námið.