Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 169
NORÐURLJÓSIÐ
169
Skólastýran skrifar, að hún gæti gert betur. Hún er ekki með
hinum stúlkunum, eins og hún ætti að gera.“
„Getur verið, að hún sakni þín?“
Hann hristi höfuðið. „Það held ég ekki. Jen hefir alltaf haft
lítið af okkur að segja. Annað fólk leit eftir henni áður en hún
fór í skólann. Atvinna mín hefir það í för með sér, að ég er
mikið að heiman, og Elaine hefir alltaf unnið utan heimilis. Við
viljum veita henni öll tækifæri, sem iífið hefir upp á að bjóða.“
Jennifer kom til kvöldverðar, í rósrauðum kjól með hárið
bundið í skúf. Hún sýndist næstum fullorð.in og virtist líða illa.
„Við ætlum í sérstaka skemmtiferð með þig á morgun,“ sagði
Elaine við dóttur sína, meðan setið var að kvöldverði. „Við
ætlum að nota þetta dásamlega veður og aka niður að sjó ásamt
Martins fólkinu. Við tökum með okkur sundfötin og mat. Martins
hjónin eiga dóttur á sama reki og Jen er,“ sagði Elaine við Elíza-
bet til skýringar. „Það er gott fyrir hana að hafa félagsskap við
jafnaldra sína, meðan hún er í sumarleyfinu.“
Jennifer sýndist ekki hafa of mikinn áhuga á ferðalaginu.
Filippus steinþagði, eins og hann gerði oftast, þegar nágrannar
hans voru nefndir.
„Þér stendur á sama, þótt þú sért skilin eftir alein heima,
Elízabet móðursystir?“ hélt Elaine áfram.
„Hvað þetta er leiðinlegt! Kemur þú alls ekki með?“ spurði
Jennifer.
„Hún vill fara í kirkju á sunnudögum,“ sagði móðir hennar.
„Ferðu þangað?“ sagði Jennifer með áhugahreim í rómnum.
„Við förum í kirkju í heimavistarskólanum." En áhugi hennar
hvarf, þegar móðir hennar fór að tala um skemmtiferðina daginn
eftir.
Þegar mánudagur kom, gat Elízabet haft Jennifer hjá sér.
Taugaspennan hvarf úr barninu og þvingaða framkoman, þegar
hún fór að tala ánægð við Elízabet, sem uppgötvaði sér til undr-
unar og ánægju, að Jennifer hafði áhuga á andlegum málum. Því
yar það einu sinni, er hún kom inn, meðan Elízabet var að lesa
1 biblíunni, að hún sagði:
»,Eg á sjálf biblíu. Pabhi gaf mér hana, þegar ég fór í heima-
vistarskólann. Það er sú, sem þú gafst honum, þegar hann var
drengur. Ég ætla að sækja hana, og þá getum við lesið saman.“
Hún náði svo í litlu og slitnu bókina.
»Við, bezta vinstúlka mín og ég, lásum saman í biblíunni í
skólanum,“ hélt Jennifer áfram. „Hún heitir Stella Wright, og