Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 171
NORÐURLJÓSIÐ
171
kirkju, en móðir hennar hafði svarað með því að telja upp, hvað
gera ætti daginn eftir.
„Þetta er ekki sanngjarnt,“ gaus út úr henni. „Það fer að
koma tími fyrir mig að fara aftur í skólann, og ég hefi ekki
far.ið einu sinni í kirkju með Elízabet frænku.“
Elízabet herti sig upp til að mæta storminum, sem í vændum
var. Hún óskaði þess, að Filippus væri inni, en hann var úti við
að dytta að bifreiðinni.
Með ískaldri röddu mælti Elaine: „Farðu upp í herbergið
þitt, Jennifer.“
Hún fór og leit með átakanlegu augnaráði í áttina til Elíza-
betar. „Ég veit ekki, hvað þú hefir verið að segja við Jen,“ sagði
Elaine reiðilega, „en í þessu sumarleyfi hefir vaxið hjá henni
óeðlilegur áhugi á trúmálum, hjá barni á hennar aldri. Þegar ég
samþykkti að hafa þig hér, þá var það upp á þá skilmála, að við
þyrftum ekki að breyta venjum okkar á nokkurn hátt. Þetta, að
reyna að hafa áhrif á barnið okkar, er ákaflega ósanngjarnt
af þér.“
Elízbet varð hverft við þessa ranglátu ákæru. „Ég hefi ekki
reynt að hafa áhrif á hana,“ mælti hún slitrótt. „Ég hefi ekki
gert annað en svara spurningum hennar í einlægni.“
Rétt í þessu gekk Filippus inn. Hann sá reiðisvipinn á andliti
konu sinnar og vandræðasvipinn á Elízabet. „Eigið þið í orða-
sennu?“ mælti hann vandræðalegur.
„Ég hefi rétt í þessu verið að skýra það fyrir móðursystur
þinni, að við viljum ekki, að Jennifer sé fyllt með alls konar
trúarlegum ævintýrum,“ sagði Elaine byrst í máli. „Við viljum,
að hún verði frjáls í hugsun og sjálfstæð. Ef til vill getur þú
komið henni í skilning um þetta, meðan ég fer upp á loft og tala
við Jen.“
Hún flýtti sér út úr herberginu.
„Elaine ætlaði ekki að setja þig úr jafnvægi,“ mælti Filippus
með þýðum afsökunarrómi. „Þetta er aðeins það, að þið lítið
svo ólíkum augum á lífið.“
„Ég bið þig afsökunar, Filippus,“ sagði Elízabet hikandi. „Ég
hefði ekki átt að færa mér í nyt vinsemd þína og flytja hingað.
Nú er ég búin að vekja ósætt á milli þín og Elaine, og það er
ófyrirgefanlegt af manneskju, sem er utan fjölskyldunnar.“
„Þú ert ekki utan hennar. Þú ert ein af okkur, og allra beztu
fjölskyldur lenda í þrætum,“ sagði hann til að hughreysta hana.