Norðurljósið - 01.01.1966, Page 179
NORÐURLJÓSIÐ
179
Elízabet móðursystur mína nú. Þú munt því skilja, að ég var
alinn upp á hennar vegi, kennt að biðja, lesa biblíuna og sækja
kirkju. Jiennar trú var mér eins raunveruleg og henni sjálfri. En
á herþjónustuárum mínum var erfitt að halda sig á þeim vegi.
Mér til skammar sneri ég baki við þessu, vegi kristilegs lífs, og
lét mig reka með fjöldanum, þangað til ég kynntist þér.“
„Og ég var ein af fjöldanum," mælti hún með lágri röddu.
„Æskuár mín kenndu mér hörku. Ég hafði aldrei tíma til þeirra
hluta, sem móðursystur þinni eru svo mikils virði. Ég vissi heldur
ekki, að þeir hefðu nokkurn tíma verið þér nokkurs virði.“
„Ég hefði átt að segja þér frá þessu þá. Ég hefi verið fyrirlit-
lega kjarkiaus. Þar var það, sem ég villtist. Ég hafði ekki trú til
að trúa því, að Guð gæti varðveitt mig sem sannkristinn mann, í
hvaða kringumstæðum, sem ég væri. Hefði ég staðið fastur fyrir,
þá hefði heimilislíf okkar orðið allt annað en það er, og — ef
til vill hefði Jen ekki verið þar, sem hún er nú.“
„Og — framtíðin?" spurði Elaine hljótt.
„I'að hefir verið tekið skarplega í taumana. Ég hefi hugsað
mikið um þetta síðustu vikurnar. Það, sem hefir gerzt í dag,
hefir hjálpað mér til að taka ákvörðun. Meðan við biðum eftir
fréttum, baðst ég fyrir — í fyrsta sinn á mörgum árum. Ég fól
aftur ævi mína varðveizlu Guðs, hvað svo sem kæmi fyr.ir. Með
hans hjálp kemur breyting til batnaðar.“
Elaine horfði þegjandi á hann. Svo sterka ákvörðun hafði hún
aldrei orðið vör við hjá honum áður. Einhvern veginn hafði hún
talið sjálfsagt, að hann léti hana ráða. En þetta knúð.i fram að-
dáun hjá henni og virðingu. Hún vissi, að þetta, sem Filippus
sagði, var honum alvara. Hvernig svo sem hún snerist við þessu,
þá var hann alveg kominn á vald þeirrar trúar, sem hann hafði
alizt upp við. En henni var leiðin ekki svona greið. I æsku hafði
hún ekki orðið fyrir neinum kristilegum áhrifum. Þótt hún hefði
beðið um, að Jennifer yrði varðveitt, þá hafði það verið sem
örvæntingar óp í myrkri til guðdóms, sem hún hafði í raun og
veru aldrei hugsað um, hvort væri til.
Bifreiðin nam staðar. Hún sá, að þau voru komin að sjúkra-
húsinu. Fáum mínútum síðar var þeim vísað inn í stofuna, þar
sem Jennifer lá. Syfjuð, en brosandi, rétti hún hvoru þeirra aðra
höndina, þar sem þau stóðu sitt hvoru megin við rúmið. Hún var
fullvissuð um, að þau voru ekki reið við hana, þótt hún hefði
þotið þetta, og þá fór hún að sofa. Þegar Elaine sat þar og hélt
1 hönd dóttur sinnar, kom einkennileg ánægju tilfinning yfir hana.