Norðurljósið - 01.01.1966, Side 182
182
NORÐURLJÓSIÐ
umstæðum tók hún skjótum framförum og stóð sig vel í nýja
skólanum, því að hún þurfti ekki að vera fjarri ástvinum sínum.
„Hvernig lízt þér á, frænka?“ ávarpaði hún Elízabet. „Pabhi
er að kaupa annað hús, og hann er að leggja af stað með okkur
til að skoða það.“
Elízabet hafði orðið þess vör, að flutningar voru ráðgerðir.
Hún kenndi í brjósti um Filippus og Elaine að þurfa að fara frá
Vesturskógi. Hún vissi samt, að það yrði friðsælla líf fyrir þau
að búa í minna húsi, þar sem útgjöldin væru minni. Elaine hafði
þegar selt bifreiðina sína og var að selja verzlunina. Þau voru
smám saman að leitast við að komast úr skuldunum. Filippus
hafði vafalaust kosið sér eitt af nýtízkulegu smáhýsunum, sem
voru að rísa upp í kringum þorpið. Jæja, hún gat varla vænzt
þess, að þau byggju í þessu stóra húsi aðeins vegna hennar! Hún
var svo glöð vegna þess, að þau fundu hamingjuna saman á vegi
kristilegs lífs. Þar sem nú þau höfðu fastráðið þessa breytingu,
ætlaði hún að sækja um dvöl í elliheimili.
Elaine kom til hennar og var miklu blíðari á svip. „Treystir þú
þér í stutta ökuferð, frænka?“ spurði hún.
„Jú, það gleður mig, að þið hafið fundið eitthvað minna við
ykkar hæfi. í minna húsi verða færri áhyggjur."
„Það er ekki minna,“ svaraði Elaine. „Það er einungis talsvert
miklu eldra. Það er eitt af gráu steinhúsunum, sem standa nærri
kirkjunni. Það er selt ódýrt, en áður en við ákveðum kaupin,
viljum við, að þú sjáir það. Jjað eru tvö herbergi á neðstu hæð,
sem við héldum, að væru alveg við þitt hæfi.“
Elízabet leit á hana undrun slegin. „Attu við — ætlizt þið til,
að ég komi Iíka?“ sagði hún og tók andköf. „Ég hélt, að þið
hefðuð ákveðið að fá lítið hús, aðeins handa ykkur þremur. Eg
hefði getað skilið það.“
„Eg hýst við, að þú hefðir gert það, en þá hefði vantað í fjöl-
skylduna. Við þrjú komumst ekki af án þín nú orðið! Eg hefi
ekki efni á að kaupa mér hjálp, en við tvær munum geta haldið
öliu í lagi.“
Sólríkur garðurinn sýndist hyljast inóðu, þegar Elízabet reis
hægt á fætur og lét þær báðar leiða sig að bifreiðinni, þar sem
Filippus beið. Guð hafði svarað bænum hennar á þann hátt, sem
henni hafði aldrei komið til hugar, að væri unnt. í skiptum fyrir
einamanalegt húsið hennar hafði hann gefið henni annað langt-
um betra, gefið henni stað, þar sem hún var elskuð og hennar var
þörf hjá þessari fjölskyldu. Sögulok.