Norðurljósið - 01.01.1966, Blaðsíða 184
NORÐURLJÓSIÐ
184
mundi verða mjög undrandi, en ég hélt, að Guð vildi láta mig
senda honum þetta.
Morguninn eftir kom svar hans, og í því sagði hann: „Eg varð
alls ekki undrandi yfir því, að fá þessa peninga, því að á ákveðn-
um morgni og stundu hafði ég kropið niður og beðið nákvæm-
lega um þessa upphæð." Það var á sama tíma, sem ég hafði fyrst
beðið um leiðbeiningu. V. C. S.
(Þýtt úr: „/ Cried, Iie Answered“.)
---------x---------
Frá guðleysi til Krists
Sr. Roger Smith hefir haft skipti á guðleysi og sigrihrósandi
kristinni trú. Meiri hluta ævi sinnar hefir sr. Smith, sem nú
stjórnar björgunartrúboði í Lundúnum, verið guðleysingi.
Hann var alger drykkjuræfill að sjálfs hans sögn.
„An Guðs stefndi æv.ibraut mín út í ekki neitt,“ segir hann.
„Það er bezt að kannast við það. Ég var á braut ræflanna.
„Guðleysingi var ég af sannfæringu og fór ekki dult með það.
Ég gat alls ekki séð nokkra ástæðu til þess að trúa á Guð. Trúar-
brögðin voru í mínum augum deyfilyf, sem fólk notaði til að
deyfa samvizku sína með. Þau voru svæfingargríma til að deyfa
kvalir lífsins. Þau voru óskhyggja ein.“
í janúar 1952 kom þessi guðlausi áfengisþræll til Lundúna.
I leit að stað til að sofa reikaði hann inn í Björgunartrúboð
Lundúna.
„Mig langaði ekki til að láta bjarga mér,“ segir hann, „en
guðsþjónusta stóð yfir. Ég ákvað að sitja kyrr, unz hún hætti, til
þess að fá rúm yfir nóttina.
„Mér kom hvorki hugarfars- eða lífernisbreyting í hug, þegar
ég kom á guðsþjónustuna. En meðan ég hlustaði á óbrotna ræðu,
vaknaði hugsun hjá mér.
„Ég ákvað á rólegan og yfirvegaðan hátt að gera tilraun með
trúna. Ég sagði við sjálfan mig: „Ég skal reyna þennan kristin-
dóm“.“
Við þessa guðsþjónustu reyndi Roger Smith, hvað aftur-
hvarf er.
Það var ekkert byltingarkennt. Hann sá ekkert logbjart ljós,
heyrði engar himneskar raddir, fann engar raföldur þjóta upp
og niður mænuna.
„Þetta var mjög einfalt,“ sagði hann. „Ég blátt áfram gaf mig