Norðurljósið - 01.01.1966, Page 186
186
NORÐURLJÓSIÐ
réttlátt fólk ímyndaði sér á hans dögum, að það væri siðferðilega
heilbrigt og gerði því ekki ráð fyrir, að það þyrfti á honum að
halda. Af því leiddi, að heilsusamlegum boðskap hans var ekki
beint til þessa fólks. Hann sagði í raun og veru, að hann væri
„ekki kominn til að kalla réttláta", eins og það var. En aðrir,
sem gerðu sér Ijóst, að þeir voru af syndum sjúkir, fundu þörf
sína á honum. Af þessu leiddi, að boðskapur hans var einkum
ætlaður þeim, því að hann sagði, að hann væri kominn „til að
kalla syndara til iðrunar,“ fólk eins og það var.
Kristur læknaði bæði líkamlega sjúkt og siðferðilega sjúkt
fólk. Hann vissi, að fullkomin heilbrigði sálar og líkama getur
aðeins sprottið af tilfinningu um vellíðan gagnvart Guði. Sú til-
finning kemur, þegar maðurinn veit, að syndir hans eru fyrir-
gefnar vegna trúar á syndafórnar-dauða Jesú Krists á krossinum
á Golgata.
Jæja, „Hvernig líður þér?“ skoðað frá þessu sjónarmiði?
A.L.E. (Þýtt, aðeins vikið við á einum stað.)
-------------x--------
AÐDRÁTTARAFL KÆRLEIKANS
Tollar og skattar voru og eru óvinsælir af flestum. Þó er unnt
að hugsa sér svo þjóðrækna menn, að þeir greiði fúsir opinber
gjöld sín, af því þjóðfélagið eða bæjarfélagið hefir þeirra þörf.
Þannig var ekki ástatt um Gyðinga á dögum Krists. Tollar
og skattar, sem þeir greiddu, runnu til Rómverja. Gyðingar höt-
uðu þá, af því að þeir drottnuðu yfir þeim, og fyrirlitu þá, af
því að þeir voru heiðingjar.
Fyrirlitningin færðist yfir á menn, sem þjónuðu Rómverjum
og heimtu inn tolla fyrir þá. Þeir voru settir í flokk með ber-
syndugum, með fólki, sem var sekt um t. d. skírlífisbrot.
Fyrirlitning smýgur inn í sálir manna, sem mæta almennri
fyrirlitningu. Þeir verða einmana. Þeim verður kalt. Þeir verða
eins og tré, sem búið er að svipta blöðum og berki.
Þannig var ástatt fyrir tollheimtumönnum og syndurum meðal
Gyðinga, þegar Jesús frá Nazaret kom fram og hóf að kenna,
líkna og lækna.
Hann sneiddi ekki hjá tollheimtumönnum og syndurum eins
og gerðu Farísear, fræðimenn og allt réttlátt og siðsamt fólk.
Hann meira að segja borðaði með þeim, ræddi við þá sem vini,