Norðurljósið - 01.01.1966, Side 188
188
NORÐURLJÓSIÐ
það hinir heilbrigðu eða hinir sjúku? Auðvitað hinir sjúku. Auð-
vitað leita menn til Jesú, sem finna, að þeir eru hlaðnir þunga
og þarfnast þess, að byrð.in sé tekin af þeim. Menn leita til Jesú,
sem vilja breyta um stefnu, sem vilja lifa betra lífi en áður, en
finna ekki, að þeir geti það.
Þangað til við komum til Jesú og fáum hvíld hjá honum, hvílir
á okkur öllum mikil byrði, jafnvel þótt við finnum ekki til hennar.
Sú byrði er syndaskuld okkar frammi fyrir Guði. Allt, sem við
gerum rangt, er synd á móti Guði. Ranglæti og synd er alvarlegt
mál í augum Guðs. Þetta kveikir réttláta reiði hans. Réttlætið
heimtaði refsing syndugs manns. En Jesús Kristur, sonur Guðs,
kom í stað hans, tók refsinguna á sig. „Hegningin, sem vér höfð-
um til unnið kom niður á honum.“ „Drottinn lét misgerð vor
allra koma niður á honum.“ (Jes. 53. 5, 6.).
Eru þetta ekki góðar fréttir? Þetta er fyrsti þáttur gleðiboð-
skapar Guðs handa okkur, sem erum syndugir menn. Sonur Guðs,
Drottinn Jesús Kristur, borgaði reikning okkar við Guð, þegar
hann dó fyrir okkur.
Hvernig getum við vitað, að þetta er satt, að Kristur hafi
boigað Guði syndaskuldina? Við vitum það af því, að Guð reisti
hann upp frá dauðum. „Hann, sem vegna m.isgerða vorra var
framseldur og vegna réttlætingar vorrar uppvakinn.“ (Róm. 4.
25.). Upprisa Krists er kvittun Guðs handa þér og mér og sér-
hverjum manni, sem trúir á Jesúm, kvittun þess, að syndir okkar
tilreiknast okkur ekki lengur. Þetta er annar þáttur gleðiboð-
skapar Guðs.
Nú kemur þriðji þátturinn: Hinn lifandi, upprisni Kristur vill
fyrir Anda sinn koma inn í hjörtu okkar allra, sem hann hefir
dáið fyrir. Hann segir: „Sjá, ég stend við dyrnar og kný á. Ef
einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara
inn til hans.“ (Opinb. 3. 20.).
Þegar v.ið opnum dyrnar, hjóðum Drottni Jesú inn í hjörtu
okkar, persónu okkar, vilja okkar, tilfinningar, hugrenningar,
veru okkar í heild, þá megum við reiða okkur á, að hann gengur
inn. Hann kemur, fyrir Andann, til að vera líf okkar, styrkur,
vinur og hjálpari, veita okkur aðstoð og styrk á hverri stundu,
gegn hverri freistingu, hverjum andlegum óv.ini, sem vill brjóta
okkur niður. Hann lyftir byrðinni af herðum okkar, lætur okkur
ganga bein, horfast frjálslega í augu við allan heiminn. Hvílíkur
frelsari Hvílíkur vinur er hann!
Það er gaman að eignast slíkan, nýjan vin. Hann er vinur,