Norðurljósið - 01.01.1984, Page 1
65. árgangur
Janúar-Dcscmbcr 1984
1.-12. tölublað
Veldu Jesúm
Ó, veldu Jesúm, og veldu af hjarta,
hann vill í Guðsríki leiða þig.
Hann vill þig flytja í sinn dýrðarbústað bjarta
og blessa þig og veita sælu, er aldrei þver.
M. R.
Fyrst af öllu skaltu lesa allt Nýja testamentið með bæn til
Drottins Jesú, að hann blessi þér lesturinn og styrki þig í
trúnni og í kristilegu líferni.
Annað: Segðu öðrum frá trú þinni á Jesúm: „Með hjart-
anu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálp-
ræðis.“ (Róm. 10. 10.).
Þriðja: En ef þú hrasar: í hugsun, í orði eða athöfn, þá er að
fara í bæn til Drottins Jesú og játa það fyrir honum. Ritn-
•ngin segir: „Ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og
réttlátur, svo að hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss
af öllu ranglæti.“
Játaðu fyrir Guði, að þú hafir syngað, og að þú viljir snúa
þér frá syndum þínum til að veita Jesú Kristi viðtöku, svo að
hann verði þátttakandi í lífi þínu. Viðurkenndu hann fyrir
rnönnum.
Með þessu spori, sem þú stígur í trú, getur þú byrjað lífið á
ný, í Kristi.
Jesús gaf aldrei fyrirheit um að trúarlífið yrði baráttulaust.
Með kærri kveðju.
Sæmundur G. Jóhannesson.