Norðurljósið - 01.01.1984, Page 2
2
NORÐURIJÓSIÐ
Fyrirbænin sigraði
eftir 40 ár
I dag varð ég að gefast upp vegna bæna móður minnar. Þetta
var eina setningin, sem Öyvind Grönning skráði í dagbók
sína 22. janúar 1978.
Setning þessi markaði tímamót í margbreyttri ævi hans.
Einnig varð hún endalokin á flótta hans frá Guði, sem varað
hafði í 40 ár.
Daginn þann, er fimm ár voru liðin frá afturhvarfi hans,
heimsóttum vér hann og fengum hann til að segja oss,
hvernig hann varð sannkristinn.
Hann átti því láni að fagna, að alast upp á heimili, þar sem
bæði faðir hans og móðir voru sannkristin. Daglega var hann
umvafinn, ásamt systkinum sínum fimm, fyrirbænum for-
eldra sinna. Fyrir hendi voru bestu skilyrði þess, að hann
varðveittist í barnatrú sinni.
Á þessum tíma starfaði Frank Mangs í Þrándheimi. Yfir
bænum hvíldi mikill blær vakningar, hvort sem börn eða
fullorðnir áttu í hlut.
Öyvind man sjálfur eftir sérstöku atviki, sem gerðist heima
í stofu í Rósenborg. Honum fannst sem Drottinn sjálfur væri
staddur í herberginu og úthellti blessun sinni. Þetta varð sem
prentað í barnshjartað.
Flóttinn til Svíþjóðar á tíma stríðsins
Mörgum árum síðar, er stríðið varpaði dimmum skuggum
á landið, varð Öyvind að flýja sem skjótast til Svíþjóðar. Með
því að fara yfir Lappland komst hann heill á húfi til Svi-
þjóðar. Byrjaði hann þá strax starf fyrir Noregs-hjálpmæ
Ásamt bróður sínum vann hann mikið við hjálp handa
nauðstöddum Norðmönnum.