Norðurljósið - 01.01.1984, Side 5
NORÐU RIJÓSIÐ
5
Laugardaginn síðdegis sat ég sem venjulega og drakk,
meðan ég leit yfir samkomu-auglýsingarnar í dagblaðinu. Þá
sá ég að Haug átti að tala í Bethaníu árdegis á sunnudaginn.
AUt í einu ákvað ég, að þessa samkomu skyldi ég sækja.
Það var alveg sérstakt, að ekki leið yfir konuna mína, er ég
sagði henni að ég ætlaði á samkomu í Bethaníu, já, það er
alveg sérstakt að ég ætlaði að sækja árdegis samkomu hjá
hvítasunnumönnum.
Ég gekk til salarins og settist á fjórða bekk innst, þú sérð,
að ég hefi aldrei verið feiminn, og þar að auki heyri ég
hálfilla.
Áður en Haug talaði söng hann kunna sálminn: Vísur
heimsins vil ég ekki syngja, síðan Jesús kom í líf mitt inn.
Áhrif hef ég erft frá vondum dögum, er sitt merki settu á
huga minn. Ó, hvað það hreif mig, að fá að heyra kæra,
gamla hallelúja sálminn. Ekki var það stórum betra, er Haug
fór að tala. Hann hóf mál sitt á sögunni af Jakobi, er hann
varð eftir við ána, barðist (glímdi, ísl. þýð.) við Guð, og það
var eins og allt, er talað var, væri bein kveðja til mín.
I stað þess að setjast eftir ræðuna, ávarpaði Haug söfnuð-
inn og sagði þetta: Það er eitt, vinir, sem ég gjarnan vii, að þið
hjálpið mér við. Innfrá í Oslo er öldruð móðir, sem hefir sagt
mér, að ef ég komi til Larvík, þá verði ég að leita uppi soninn
hennar, sem ekki er frelsaður. Ég veit ekki hvar hann býr hér
í bænum, en það er sonur hennar gömlu frú Grönning, og
verið getur, að einhver hér á samkomunni, viti, hvar hann er.
Ég reis á fætur og sagði: Ég veit vel, hvar hann á heima, því
að það er ég, sem er sonur hennar gömlu frú Grönning.
Á þessu árdegi gat ég á ný gefið líf mitt Kristi. Þá fékk ég
að reyna, að öll mín löngun í áfengi og tóbak hvarf á einni
sekúndu. Ég get ekki lýst því, hvernig sú tilfinning er, að
langa ekki í sígarettu, ég sem hafði reykt minnst fimmtíu yfir
daginn.
Fíni borðbúnaðurinn tekinn fram
Er Öyvind kom heim frá árdegissamkomunni, fór frúin að
leggja á borðið þann borðbúnað, sem daglega var notaður.